„Það voru allir í fínum fötum og allir tóku þessu hátíðlega á sínum tíma,‘‘ sagði Berta María Grímsdóttir Waagfjørd í viðtali við Vísi.
Berta María er 95 ára gömul og fnnst mikilvægt að landsmenn haldi í hefðir þegar kemur að kosningum.
Þá þyki henni fólk heldur hversdagslegt til fara á kjörstað og ekki sambærilegt því sem tíðkaðist áður fyrr.
,,Fólk var alltaf klætt í sunnudagsfötin og gott ef við fengum ekki nýja lakkskó,“ sagði hún.
Henni þyki leiðinlegt að sjá fólk í jogging gallanum hlaupa inn á kjörstað. Það sé eins og fólk sé að drífa sig allt of mikið.
Bertha María ætlar að halda upp á kosningarnar í kvöld og segist hún ætla að bjóða upp á sérrí í tilefni dagsins.