Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Bessastaðamálið: Friðbjörn og eiginkonan áreitt af samstarfsmanni: „Við erum öll hætt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dalvíkingurinn Friðbjörn Beck Möller Baldursson er hættur störfum fyrir embætti forseta Íslands. Hann starfaði lengi sem umsjónarmaður fasteigna á Bessastöðum; bjó þar ásamt konu sinni. Um Haustið 2019 urðu Friðbjörn og kona hans fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu samstarfsmanns í vinnuferð starfsfólks forsetaembættisins til Frakklands.

Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum síðustu misserin, en sjálfur er Friðbjörn ósáttur við hvernig forsetaembættið vann úr málinu.

Í samtali við DV segir Friðbjörn að „forseti Íslands hefur hvað eftir annað lýst yfir stuðningi við þolendur í kynferðisbrotamálum og hefur lýst því yfir að hann standi fremur með þolendum en gerendum í slíkum málum. En hvar eru allir þolendur áreitisins sem kom upp hjá embættinu, við erum öll hætt.“

Friðbjörn Beck.

Gerandinn í málinu var lengst við störf á Bessastöðum; starf hans hefur verið lagt niður. Allir aðilar sem tengjast kynferðisbrotunum áðurnefndu eru því allir hættir störfum: Friðbjörn og eiginkona hans sem maðurinn er sakaður um að hafa áreitt, konan sem maðurinn er sakaður um að hafa áreitt, og hinn meinti gerandi sjálfur.

Á sínum tíma gaf forsetaembættið gaf það út að málið hefði verið leyst í sátt og samlyndi á milli þolenda og geranda, en gerandinn fór í tímabundið leyfi en sneri síðan aftur til starfa. Í samtalinu við DV hafnar Friðbjörn því með öllu að málið hafi verið leyst í sátt:

„Við gáfum okkur það í brúðkaupsafmælisgjöf þann 4. júlí að vera alflutt og sváfum þá fyrstu nóttina okkar á nýjum stað,“ segir Friðbjörn um hvarf sitt og konu hans frá Bessastöðum.

- Auglýsing -

Ljóst er að mál þetta er hinn mesti álitshnekkur fyrir embætti forseta Íslands. Töluverð pressa hefur myndast á að embættið, forsetinn og þeir sem koma að stjórnun embættisins, komi fram og útskýri hvernig standi á því að allir sem tengdust málinu, þolendur og gerandi, hafi hætt, og hvernig það megi vera að opinber svör embættisins varðandi það að málið hafi verið leyst í sátt og samlyndi allra aðila, stangist á við það sem Friðbjörn sagði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -