Föstudagur 13. september, 2024
10.8 C
Reykjavik

Betlari ógnaði manni í miðborginni – Hnífadrengir handteknir og fangelsaðir eftir rán og ofbeldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kona sem var að betla á almannafæri sýndi ekki auðmýkt þegar hún bað um aðstoð til að lifa af í hörðum heimii. Þvert á móti var hún með ógnandi framkonu í því skyni að ná sínu fram. Lögregla var kölluð til en betlarinn ofbeldisfulli var þá horfinn á braut.

Höfð voru afskipti af erlendum ríkisborgurum vegna gruns um það lögbrot að þeir væru að vinna á landinu án þess að hafa til þess atvinnuréttindi. Þrennt var flutt á lögreglustöð til yfirheyrslu. Fólkið látið laust eftir að skilríki þess höfðu verið staðfest.

Afskipti voru höfð af ungmennum sem voru að brjóta sér leið inn í yfirgefið húsnæði. Hústökufólkið þumbaðist við að gefa upp nafn og kennitölur og var handtekið og fært á lögreglustöð. Foreldrar og barnavernd voru upplýst um málið. Við leit á dreng í hópnum fannst hnífur. Sá verður kærður fyrir vopnalagabrot.

Tilkynnt var um hóp af unglingum sem kastaði steinum í rúðu. Þegar lögregla kom á staðinn var rætt við nokkra sem gáfu sig á tal við lögreglu. Ekki var að sjá neinar skemmdir og því ekki gripið til neinna aðgerða.

Ólöglegur hælisleitandi var handtekinn og sviptur frelsi vegna rannsóknar á dvöl hans í landinu.

Skömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöld var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ráns. Tveir drengir undir lögaldri voru sagðir hafa hótað þriðja aðila ofbeldi með hníf á lofti og þannig náð að ræna hann munum. Hnífadrengirnir voru handteknir eftir miðnætti og að viðhöfðu samráði við barnavernd voru þeir læstir inni í fangaklefa í  þágu rannsóknar málsins.

- Auglýsing -

Kona nokkur sofnaði í sameign fjölbýlishúss. Lögreglan mætti og vakti hana. ekki er vitað annað en að málið hafi fengið friðsamlegan endi og konan komist í skjól.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -