Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Biðlar til almennings um fjárhagsaðstoð: „Tjáningarfrelsið er sem sagt fyrir fáeina útvalda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Vilhjálmsson kennari og mbl-bloggari hefur óskað eftir fjárhagsaðstoð vegna málskostnaðar eftir að hafa verið dæmdur, í Héraðsrétti, til að greiða tveimur blaðamönnum Heimildarinnar 1,5 milljón. Færsla Páls ber yfirskriftina Áfrýjun til landsrétt, málskostnaður.

Málið

Blaðamennirnir Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson kærðu Pál Vilhjálmsson fyrir meiðyrði vegna ummæla sem framhaldsskólakennarinn hafði uppi um þá á bloggsíðu sinni, þar sem hann staðhæfði að Þórður og Arnar hefðu framið alvarleg hegningarlagabrot með aðkomu þeirra að byrlun manns og þar eftir rænt hann.

Héraðsdómur Reykjavíkur ómerkti ummæli Páls og þarf kennarinn að greiða blaðamönnunum 300 þúsund krónur, hvorum fyrir sig, auk málskostnaðar upp á 700 þúsund krónur.

Óskar eftir aðstoð

„Tjáningarfrelsið er sem sagt fyrir fáeina útvalda. Þeir sem andæfa ráðandi frásögn fjölmiðla og vekja athygli á lögleysunni hljóta verra af – til dæmis málssókn. Dómnum frá föstudag verður áfrýjað enda tekur engu tali að ekki megi segja á opinberum vettvangi að málsaðilar eigi aðild, beina eða óbeina,“ segir Páll í færslunni og bendir á að fjölmiðlarnir RÚV og Heimildin séu fjármagnaðir af ríkinu, á meðan hann sjálfur sé einungis launamaður.

Bloggarinn Páll biður hjálpfúsa að millifæra á fjárvörslureikning og lætur í ljós að þó nokkrir hafi haft samband við sig og óskað eftir upplýsingum hvernig mætti aðstoða.

Hér að neðan má sjá færslu Páls í heild:

- Auglýsing -

Áfrýjun til landsrétt, málskostnaður. 

Tilfallandi bloggari var fyrir helgi dæmdur til að greiða tveim blaðamönnum RSK-miðla um 1,5 m.kr. vegna bloggskrifa um aðild RSK-miðla að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma. ,,…það má ekki segja hvað sem er um hvern sem er,“ sagði annar blaðamannanna, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, við dómsuppsögu á föstudag.

Tjáningarfrelsið er sem sagt fyrir fáeina útvalda. Þeir sem andæfa ráðandi frásögn fjölmiðla og vekja athygli á lögleysunni hljóta verra af – til dæmis málssókn. Dómnum frá föstudag verður áfrýjað enda tekur engu tali að ekki megi segja á opinberum vettvangi að málsaðilar eigi aðild, beina eða óbeina.

- Auglýsing -

RSK-miðlar, RÚV, Stundin og Kjarninn (nú Heimildin) eru fjármagnaðir af ríkinu. RÚV er á fjárlögum og Heimildin fær fjölmiðlastyrk úr ríkissjóði. Tilfallandi bloggari er launamaður.

Lesendur hafa haft samband og spurt hvernig mætti leggja tilfallandi athugasemdum lið með fjárframlagi vegna málskostnaðar. 

kRST lögmenn ehf. hafa verið svo vinsamlegir að opna fjárvörslureikning til að halda utan um málskostnaðinn. Þeir sem vilja leggja málinu lið er bent á reikninginn sem skráður er hér að neðan – með fyrirfram þökkum frá tilfallandi bloggara.

KRST lögmenn ehf.

Kennitala

711204-2960

Reikningsnúmer

0513-14-640046

 

 

 

Þórður og Arnar lögðu Pál í héraðsdómi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -