Maður nokkur lenti í miklum ógöngum, eð eigin sögn, í gær. Fyrst var honum misþyrmt en síðan var ekið á hann. Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys í miðbæ Reykjavíkur um sex leytið í gær. Bíll hafði bakkað á gangandi mann sem neitaði að fara á Bráðadeild. Maðurinn sagðist vera aumur í öllum líkamanum, þó ekki vegna umferðarslyssins heldur vegna líkamsárásar sem hann sagðist hana orðið fyrir fyrir skömmu áður. Ekki er vitað til þess að atvikin tengist.
Þá hafði lögregla afskipti af konu sem var sofandi í bíl. Þegar lögreglan mætti á svæðið var hurð bifreiðarinnar opin og konan lá í aftursætinu. Aðspurð kannaðist konan ekki við bílinn og neitaði að segja til nafns eða kennitölu. Konan, sem var í annarlegu ástandi, var tekin niður á lögreglustöð þar sem hún loksins gaf upp nafn sitt og kennitölu. Hún var í framhaldi þess látin laus.
Tveir voru stöðvaðir undir áhrifum fíkniefna í gærkvöldi og nótt. Annar aðilinn sem átti í hlut hefur oft verið stöðvaður af lögreglu áður. Bæði undir áhrifum fíkniefna og án gildra ökuréttinda