Mánudagur 16. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Biggi í Maus stefnir á sólóplötu í sumar: „Annars bara venjulegur vinnudagur hér hjá Píeta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er tónlistarmaðurinn, sálfræðingurinn og útvarpsmaðurinn Birgir Örn Steinarsson eða Biggi í Maus eins og margir kalla hann. Er hann 46 ára í dag.

Birgir skaust upp á stjörnuhimininn þegar Maus sigraði Músíktilraunirnar 1994 en síðan hefur hljómsveitin gefið út fimm breiðskífur og eina safnplötu. Þá hefur Birgir gefið út eina sólóplötu sem kom út árið 2006. Birgir starfar nú sem sálfræðingur hjá Píeta samtökunum á Akureyri og á Rás 2.

Mannlíf hafði samband við afmælisbarnið og spurði hvort og þá hvernig haldið yrði upp á daginn.

„Ég ætla að grilla í kvöld. Það er það eina sem er ákveðið. Annars bara venjulegur vinnudagur hér hjá Píeta á Akureyri.“

Aðspurður um komandi verkefnum sagðist hann hafa þó nokkuð að gera þegar kemur að listinni. „Listalega er ég að vinna í nokkrum verkefnum. Er meðal annars að skrifa tvær bíómyndir og er að vinna næsta sólólag sem kemur vonandi út í sumar.“

Mannlíf óskar Birgi innilega til hamingju með daginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -