Þriðjudagur 4. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Biggi lögga segir stríðið gegn dópi tapað: „Sú orka sem hefur farið í baráttuna hefur engu skilað“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður sem yfirleitt er kallaður Biggi lögga, segir komið nóg af núverandi stefnu í fíkniefnamálum. Hann segir í umsögn vegna frumvarps um afglæpavæðing neysluskammta að barátta stjórnvalda hafi engu skilað. Stríðið gegn fíkniefnum sé lokið og þau unnu.

Ég hef starfað sem lögreglumaður í hart nær tvo áratugi og þessi málaflokkur er mér afar hugleikinn. Ég er hef kynnt mér þessi mál vel og hef m.a. verið í tengslum við Pompidou group of the council of Europe og haldið fyrirlestur á ráðstefnu um þessi málefni á þeirra vegum með fulltrúum lögregluliða víðsvegar úr heiminum. Ég hef einnig unnið mikið í forvörnum í lögreglunni og leitt ákveðin stefnumótandi verkefni á þeirra vegum. Ég er sömuleiðis meðlimur í LEAP sem eru alheimssamtök lögreglumanna sem berjast fyrir mannúðlegri nálgun í fíkniefnamálum. Þessi skoðun mín og sýn er mín persónulega sýn á þessum málaflokki,“ skrifar Birgir.

Hann segir gömlu stefnuna skaðlega öllum. „Sú stefna sem verið hefur við líði síðustu áratugi er viðkemur glæpavæðingu ákveðinna vímuefna er ekki aðeins tímaskekkja, heldur beinlínis skaðleg fyrir bæði einstaklinga og samfélagið í heild. Það hjálpar ekki á neinn hátt að merkja þann sem afbrotamann sem notar eða hefur ánetjast vímuefnum. Þvert á móti eru þá auknar líkur á jaðarsetningu og auknum félagslegum vandamálum. Bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og fjölskyldu hans. Ein afleiðing þeirrar jaðarsetningar er aukin hætta á að viðkomandi vilji ekki opinbera vanda sinn og leita sér aðstoðar,“ segir Birgir.

Hann segir að með þessu vonist hann til þess að fíkniefni verði ekki talin eðlileg. „Afglæpavæðing er síðan ekki á neinn hátt samþykki eða „normalisering“ á vímuefnum eins og sumir virðast óttast. Síður en svo. Ekki frekar en t.d. að það sé normalisering á sígarettum að þær séu ekki ólöglegar. Forvarnir þar sem unnið er markvisst að minni eftirspurn eftir vímuefnum, sem og fræðsla um hugsanlega skaðsemi mismundandi efna er mjög mikilvæg í þessu ferli,“ segir Birgir.

Hann segir stríðið gegn fíkniefnum hafa engu skilað. „Sú orka og það fjármagn sem hefur farið í baráttuna gegn vímuefnum hefur því miður engu skilað. Þar tala allar tölur og rannsóknir sínu máli. Sífellt fleiri þjóðir eru að vakna upp og átta sig á þeirri staðreynd. Það er löngu kominn tími til að breyta um aðferð. Það skref sem hér um ræðir er bæði mannúðlegri nálgun og mun líklegri til árangurs.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -