Fimmtudagur 1. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Biggi Veira opnar sig upp á gátt: „Svona er ég bara og það er ekkert að því“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn frábæri, Birgir Þórarinsson, meðlimur GusGus og ávallt kallaður Biggi Veira, er í viðtali í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan; þar ræðir hann til að mynda um klæðnað sinn, en Biggi vekur athygli fyrir að klæða sig á óhefðbundinn hátt; er hann oftast í kvenmannsfatnaði.

„Svona er ég mótaður; svona er ég bara. Og það er ekkert að því. Þú getur verið með tilgátur um að það sé hægt að laga mig með laser eða heilaskurðaðgerð. En ég er svona. Samfélagið bjó mig til og ég á alveg rétt á því að vera svona; þetta er í lagi,“ segir Biggi í viðtalinu.

Hann segir þar frá því að hann hafi falið hneigðir sínar til kvenfatnaðar lengi vel; en þegar hann kynntist konunni sinni fyrir 25 árumsíðan kom hann út fyrir henni.

„Fram að því hafði ég hulið þetta frá kærustunum mínum. Ég var inni í skápnum með þetta. Þetta var ekkert í lagi. Í næntísinu var þetta frumstætt,“ segir Biggi og segir konu sína aldrei hafa gert neinar athugasemdir vegna þessa.

„Kannski kemst ég frekar upp með að vera svona af því að ég er tónlistarmaður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -