• Orðrómur

Bílapissumaður gengur laus á Nesinu – „Um einbeittan brotavilja væri að ræða“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kona nokkur, Elísabet að nafni, greinir frá innan Facebook-hóps íbúa á Seltjarnarnesi heldur furðulegu afbrot sem hún kveðst hafa orðið fyrir. Hún segir að börn hennar hafi orðið vitni af manni sem meig yfir allan bílinn hennar og það í rólegheitum að degi til.

Atvikið á að hafa gerst við Hrólfsskálamel í gær. „Ég má svo til með að deila með ykkur, alveg með eindæmum furðulegu atviki sem átti sér stað á bílastæðinu á Hrólfsskálamel um kvöldmatarleytið. Börnin min voru sem sagt á leiðinni í Hagkaup. Sem þau nálgast bílastæðið hér á Hrólfsskálamel við Mýró, sjá þau mann sem er að pissa yfir bílin nokkar,“ lýsir Elísabet.

Börnin hennar, 11 ára og 5 ára, voru í áfalli. „[þau] voru vægast sagt í sjokki. Þau koma hlaupandi heim og sögðu mér að það væri einhver ljóshærður kall að pissa yfir bílinn okkar. Að þeirra sögn þá var hann alveg að dunda sér við þetta og var því eins og um einbeittan brotavilja væri að ræð. Ég veit ekki til þess að einhver eigi eitthvað sökótt við okkur hjón og því má ætla að það sé einhver bílapissumaður sem leikur lausum hala hér á Nesinu. Þið sem finnið mögulega undarlegan þef, af eða inni í bílum ykkar næstu daga, vitið þá af þessu,“ segir Elísabet.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -