• Orðrómur

Bílarnir teljast ekki lengur á útsölu eftir sex vikur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Neytendastofa tók til meðferðar mál vegna útsöluauglýsinga BL ehf. og Brimborgar ehf. og komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækin hefðu brotið ákvæði laga um viðskiptahætti og markaðssetningu auk útsölureglna með því að auglýsa afslátt í meira en sex vikur.

Samkvæmt útsölureglum er litið svo á að þegar vara hefur verið auglýst á lækkuðu verði í sex vikur sé lækkaða verðið orðið venjulegt verð. Þegar vara hefur verið auglýst á tilboði í sex vikur er því ekki hægt að segja að hún sé á tilboðsverði. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.

Til viðbótar við útsöluauglýsingar sem höfðu verið í birtingu í meira sen sex vikur þá kynnti BL einnig lækkað verð án þess að geta sýnt fram á að verðlækkunin væri raunveruleg. Í ákvörðunarorðum Neytendastofu er gerð athugasemd við þessa viðskiptahætti og í grein stofnunarinnar eru auglýsingarnar sagðar „villandi og til þess fallnar að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda.“

Neytendastofa hefur þá bannað fyrirtækjunum að viðhafa þessa viðskiptahætti áfram og verði ekki farið að banninu má búast við að tekin verði ákvörðun um sektir.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -