• Orðrómur

Bílaþjófur skýlir sig bakvið Covid-grímu í miðborginni

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jenný Heiða, íbúi í miðborg Reykjavíkur, varar íbúa miðborgarinnar við grímuklæddum innbrotsþjófi sem hreinsaði alla peninga af bankareikningnum hennar í síðustu viku. Viðkomandi braust inn í bílinn hennar með Covid-grímu fyrir andlitinu og hafði á brott veski með greiðslukortum Jennýar Heiðu.

Svo passið bílana ykkar, veskin ykkar og kortin

Jenný Heiða bendir á að í Covid-faraldrinum hafi verið opnað fyrir ótakmarkaðar úttektir af snertilausum greiðslukortum sem hafi auðveldað þjófnum verkið við að tæma reikningana hennar. Í ofanálag gangi þjófurinn óáreittur um miðbæinn með grímu samkvæmt sóttvarnartilmælum yfirvalda. „Ekki nóg með að bankarnir hafa opnað fyrir ótakmarkaðar úttektir af snertilausum kortum vegna Covid, í ofanálag ganga þjófarnir óáreittir um með grímur samkvæmt reglum frá almannavörnum,“ segir Jenný Heiða. 

Jenný Heiða tilkynnti innbrotið til lögreglu og hefur rannsókn myndbandsupptaka leitt í ljós að þjófurinn skýldi sig bakvið Covid-grímur við verknaðinn. Hana langar til að vekja athygli á því hvernig aðstæður í samfélaginu á Covid-tímum geri óprúttnum aðilum kleift að nýta sér þær. „Já, þetta var nokkuð slæm innrás. Viðkomandi hreinsaði alla peninga út af bankareikningnum mínum. Mér var auðvitað brugðið. Svo passið bílana ykkar, veskin ykkar og kortin, segir Jenný Heiða.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -