Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Bill Bourne er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Bill Bourne er látinn, 68 ára að aldri, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Bill eyddi miklum tíma á Íslandi og starfaði hann meðal annars með KK og Eivøru Pálsdóttur.

Bill hét fullu nafni William Sigurd Bourne. Hann fæddist í bænum Red Deer í Alberta fylki og var langafabarn skáldsins skagfirska, Stephans G. Stephanssonar. Fyrsta plata Bill kom út árið 1981 en eftir það gaf hann út tíu aðrar sólóplötur. Þá gaf hann út fjölda plata með öðru tónlistlistarfólki og hljómsveitum. Þá má nefna plötuna Eivør & Bill sem kom út árið 2004 en vann hún til verðlauna í Danmörku. Tónlist Bills var undir áhrifum frá Bob Dylan og Joni Mitchell en fjöldi tónlistarfólks og vina hafa minnst vinar síns síðustu daga.
Fréttablaðið greindi frá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -