• Orðrómur

Bíll stíflaði Hvalfjarðargöngin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Það virðist svo vera að bílar séu að bila oftar í göngunum en uppi á þjóðvegi. Við höfum enga hugmynd um af hverju það gerist en það er vissulega verðugt rannsóknarefni. Reyndar gefur enginn tommu eftir í hraðanum í göngunum en ég veit ekki hvort það tengist þessu. Ég myndi taka nánari skoðun á því fagnandi,“  segir Hermann Snorri Jónsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni.

Ofangreind mynd var tekin af starfsmanni Mannlífs sem sat föst í röðinni við göngin í morgun.

„Það bilaði bíll í morgun sem olli tæplega hálftíma töf og í gær bilaði annar með hestakerru. Þetta eru alltaf nokkur atvik í mánuði sem stoppa allt. Og stundum vilja slysin því miður gerast,“ segir Hermann.

- Auglýsing -

Hann segir Vegagerðina vera með samning við viðbragðsaðila á Akranesi sem sé snöggur á staðinn með dráttarbíl. „Við reynum að fjarlægja viðkomandi bíla sem fyrst en leggjum auðvitað áherslu á að gæta fyllsta öryggis, jafnt fyrir ökumenn og viðbragðsaðila. En þeir þurfa auðvitað að fá tíma til að athafna sig og þá vilja raðirnar skapast“.

„Við erum stöðugt að vinna í því að bæta öryggismálin og koma þeim í sem allra bestan farveg,“ segir Hermann.

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -