Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Bíllausum heimilum fækkar þrátt fyrir aðgerðir í átt að grænni samgöngum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bíllausum heimilum fer fækkandi sem og heimilum sem reka aðeins einn bíl. Þetta er niðurstaða neyslukönnunar Gallup sem fyrirtækið birti nýlega. Samkvæmt henni hefur fjöldi bifreiða á hvert heimili fjölgað frá árinu 2015. heimili með tvo, þrjá eða fleiri bíla fjölgar.

 

Samkvæmt Neyslukönnun Gallup hefur heimilum með tvo, þrjá eða fleiri bíla fjölgað frá árinu 2015. Á sama tíma hefur heimilum fækkað sem hafa einn eða engan bíl til ráðstöfunar.

Það er stefna núverandi borgarmeirihluta að auka vægi annarra ferðamáta en einkabílsins. Þar á meðal er nýlega ákvörðun um að frítt skuli í strætó á „gráum dögum“ það eru dagar þar sem styrkur svifryks mælist yfir heilsumörkum. Þann 7. apríl síðast liðinn mældist sólarhringsmeðaltal nokkuð hátt eða um 53 míkrógrömm á rúmmetrar við Njörvasund/Sæbraut. Bauðst borgarbúum að ferðast með strætó frítt þá daga sem mengunin var í hámarki. Von borgaryfirvalda er að með slíkum aðgerðum leggi fólk einkabílum þá daga. Vert er að taka fram að könnun Gallup mælir ekki daglega notkun bifreiðanna.

Í fyrrasumar stóð Reykjavíkurborg meðal annars fyrir verkefni sem fól i sér lán á rafhjólum. Það mun hafa reynst vel og þegar hefur verið tilkynnt að verkefnið skuli endurtekið í sumar með 25 nýjum rafhjólum. Fyrsti hópurinn í tilraunaverkefninu í sumar fékk rafhjól afhend 15. apríl. „Rafhjól eru fyrir marga orðin samkeppnishæfur valkostur við einkabílinn“ sagði Kristinn J. Eysteinsson, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg, á reykjavik.is. „Áhugi fyrir verkefninu í fyrra var svo góður að ekki var hægt að lána öllum sem óskuðu rafhjól. Rúmlega þúsund manns sóttu um þátttöku en alls fengu 125 manns hjól lánuð eftir valferli. Bætt var við einu tímabili til að fá reynslu af rafhjólum á hausttímabili.“

Fjöldi nýskráðra fólksbíla náði hámarki árið 2017 en heildarfjöldi nýskráninga nam 23.917. Var það 15% aukning frá 2016. Hlutfallsleg aukning milli ára var þó minni milli 2017 og 2018 samkvæmt upplýsingum frá Árbók bílgreina 2018.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -