Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Bingi veltir fyrir sér hvort „Davíð ætti að vera stjórnmálamaður og reyna á vinsældir sínar þar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður, oft kallaður Bingi, segir að þótt Davíð Þór Jónsson sé sóknarprestur megi hann að sjálfsögðu taka þátt í umræðum samfélagsins eins og allir aðrir:

„En hann er bara búinn að gera svolítið mikið af þessu. Það eru nokkur ár síðan hann var orðaður við forsetaframboð, þá ræddi hann mikið um þetta. Það er mánuður síðan hann var á Austurvelli að gagnrýna Vinstri græna harðlega fyrir að selja sál sína í Íslandsbankamálinu, og þá hafði hann líka uppi stór orð,“ sagði Björn Ingi, sem er ritstjóri Viljans – í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni, þar sem hann og blaðakonan Bára Huld Beck veltu fyrir sér máli Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests; en eins og margir vita gagnrýndi hann ríkisstjórnina harðlega í vikunni fyrir fjöldabrottvísarnir úr landi, sem áætlaður eru á næstunni.

Björn Ingi Hrafnsson

Björn Ingi sagði að orð Davíðs Þórs gætu varla flokkast sem hatursorðræða: Þar sem orð hans beindust að fólki í valdastöðu.

Að mati Björns Inga voru helvítislíkingar Davíðs Þórs óviðeigandi af þeirri ástæðu að hann er prestur. Velti blaðamaðurinn því fyrir sér hvort Davíð Þór ætti ekki bara að fara út í stjórnmálin sjálfur:

„Á einhverjum tímapunkti er ekkert óeðlilegt að maður velti fyrir sér hvort Davíð ætti ekki bara að fara sjálfur að vera stjórnmálamaður, og reyna á vinsældir sínar þar og láta rödd sína heyrast.

Í stað þess að gera þetta sem prestur, því það er öðruvísi þegar prestur segir að maður eigi vist í helvíti skilið og að ríkisstjórn Íslands sé fasistastjórn.“

- Auglýsing -

Bætti við:

„Það er að mínu mati mikil vanvirðing við þá íbúa heimsins sem búa í fasistaríkjum. Það er ekkert grín og það er ekki þannig að Íslendingar búi í fasistaríki.“ sagði Björn Ingi og nefndi að í slíkum ríkjum væri oft ekki mikið tjáningarfrelsi, og alls óvíst að presturinn Davíð Þór hefði komist upp með gagnrýni sína í slíkum löndum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -