Föstudagur 14. febrúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Birgir segir þrælahald stundað í Mosfellsbæ: „Erum við sátt við þetta?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birgir Grímsson segir í opnu bréfi til íbúa Mosfellsbæjar að bæjarstjórn þar stundi vafasamt vinnuhald sem geti vart flokkast sem annað en þrælahald. Birgir segir bæinn stunda það að nýta sér frítt vinnuafl flóttamanna og þannig koma í veg fyrir að fólkið geti fótað sig á Íslandi. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar er Haraldur Sverrisson.

„Kæru Íbúar Mosfellsbæjar. Ég er alls ekki sáttur. Mig langar til að spurja ykkur spurninga. Ósk mín er sú að sú spurning og sú umræða sem hér á eftir fari fram leiði til einhverra jákvæðra breytinga innan Mosfellsbæjar og á vegum bæjarstjórnar. Ég sjálfur er engan veginn sáttur með stöðu mála og reyndar bara mjög reiður,“ skrifar Birgir innan Facebook-hóps Mosfellsbæjar.

Hann lýsir stöðunni svo: „Í bænum eru nokkrir einstaklingar sem komu til landsins sem kvótaflóttamenn og fengu stuðning ríkis og núna Mosfellsbæjar til að koma sér fyrir í samfélaginu og koma undir sig fótunum. Fyrsta árið er styrkt af ríkinu, en svo tekur hvert sveitarfélag við og fer einstaklingur þá inn í þau félagslegu úrræði sem eru fyrir hendi hjá hverju sveitarfélagi. Sumir eru komnir út á vinnumarkaðin að hluta eða öllu leiti, en aðrir eru enn skráðir í nám,“ lýsir Birgir.

Hann segist þekkja til manns sem starfi launalaust fyrir Mosfellsbæ. „Það er mælt með því að jafnvel þeir sem eru í námi nýti sér starfsúrræði til að tengjast samfélaginu og eru þau úrræði þá oftast á vegum sveitarfélagsins ( Svo mikið sem ég best veit). Ég þekki til eins einstaklings sem er enn skráður í nám. Viðkomandi fær styrk bæjarfélagsins upp á 180 þ kr á mánuði til að lifa. Af þeim 180 þ kr fer 180 þúsund krónur í leigu á íbúðinni sem viðkomandi dvelur í. Er vart hægt að gera ódýrari leigu en það á markaði. Viðkomandi fær 50 þúsund kr í húsaleigubætur, og hefur þannig 50 þúsund krónur á mánuði til að lifa af. OFAN Á ÞETTA vegna þess að það er talið gagnast viðkomandi, þá er viðkomandi vinnandi hjá eftirskólaúrræði bæjarins í nokkra tíma á dag. Þau laun dragast frá 180.000 krónunum sem viðkomandi hafði áður rétt á frá bænum og er því viðkomandi vinnandi LAUNALAUST FYRIR MOSFELLSBÆ,“ segir Birgir.

Hann spyr því aðra bæjarbúa hvort þeim finnist í lagi að sveitarfélagið nýti sér frítt vinnuafl flóttamanna. „Finnst ykkur í lagi að Mosfellsbær nýti sér frítt vinnuafl flóttamanna ? Er það í lagi að bærinn borgi aðeins 180 þ krónur á mánuði til einstaklings sem er skráður í nám eða þarf á stuðning að halda ( gæti verið sama upphæð fyrir ekki flóttamann)? Finnst ykkur í lagi að bærinn telji sig geta komist þannig upp með að halda viðkomandi einstakling sem einhverskonar fanga í fjárhagsfjötrum og eigi þannig erfiðara með að koma undir sig fótunum ? Eruð þið sátt við að Mosfellsbær stundi þrælahald, því þetta er í raun það í mínum huga, og ekkert annað? Erum við sátt við þetta?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -