• Orðrómur

Birgir var vonlaus fíkill og kominn í líknandi meðferð – „Ég ætlaði mér að vera góður pabbi“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Birgir R. Benedikts var eitt sinn talinn vonlaus og var hann í svokallaðari líknandi meðferð við fíknisjúkdóm. Í dag hefur hann verið edrú í ríflega sjö ár og verið duglegur að miðla þekkingu til þeirra sem vilja breyta sínu lífi. Birgir segir áhrifamikla sögu sína í nýjasta hlaðvarpi félagasamtakanna Það er Von.

Byrjaði 12 ára í áfenginu

Saga Birgis byrjaði snemma en hann var farinn að sýna áhættuhegðun mjög ungur og byrjaður að neyta áfengis 12 ára gamall. Í þættinum segir hann okkur frá þróuninni. Hann var einungis 15 ára gamall þegar hann fékk dóm en var þá komið fyrir á unglingaheimili þar sem yfirvöldu vildu ekki setja hann á Litla Hraun. Hann segist hafa upplifað mikið frelsi eftir að foreldrar hans ráku hann á dyr því þá gat hann „djammað meira“. Djammið jókst, Birgir lenti ítrekaði upp á kant við lögin og var þáverandi kærustu hans og barnsmóður að lokum ráðlagt að fara frá honum barnsins vegna.

- Auglýsing -

„Ég ætlaði mér að vera góður pabbi skilurðu, ég vissi ekkert hvað alkahólismi var á þessum tíma, ég hélt að ég gæti bara sett tappann í flöskuna eða lagt frá mér pokann þegar þetta barn myndi fæðast en raunin var bara ekki sú.“

„Þórarinn bjargaði lífi mínu“

Þróun sjúkdómsins hélt áfram hjá Birgin og neyslan jókst og breyttist. Þegar Birgir var 22 ára gamall varð vendipunktur og við tók áratugs langur skelfingarkafli í lífi hans. Á þeim tíma fór Birgir í 33 meðferðir og segir hann Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlækni á Vogi, margoft hafa bjargað lífi sínu. Hann segir Þórarinn ávallt hafa hleypt sér inn þegar hann hafi leitað sér hjálpar hjá SÁÁ. „Það leit oft jafnvel út eins og ég væri á einhverju sérsamningi.“

- Auglýsing -

„Ég spurði hann að þessu þegar ég var í lifrabólgumeðferð eftir Krýsuvík, af hverju gerðir þú það? Hann sagði þetta ósköp einfalt. „Ég var bara að bjarga lífi þínu,“ segir Birgir um samtal sitt við Þórarinn Tyrfingsson.

Fráfall barnsmóður áfall

Birgir segir einnig frá því hvernig líf hans umbreyttist þegar hann fór á Krýsuvík þar sem ráðgjafinn hans gaf honum enga sénsa, var mjög harður við hann og gaf honum gott spark í sjálfsvinnu. Í meðferðinni lærði hann að óbreyttur Biggi fer alltaf aftur að nota, en breyttur Biggi á séns. Birgir segir einnig frá þeim verkefnum sem hann hefur þurft að kjást við í edrúmennskunni og ber þar hæst fráfall barnsmóður hans sem lét lífið skömmu eftir að hann lauk meðferð í Krýsuvík.

- Auglýsing -

„Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær, ég var staddur upp á áfangaheimili, nýkominn af hádegisfundi, þegar mamma hennar hringir og segir mér þetta. Þarna hefði ég vanalega bara sagt fokkit, ég bara fer og fæ mér, en það fyrsta sem kom í huga minn var að hringja í trúnaðarmanninn minn“.

Af samtalinu verður ekki annað ráðið en að Birgir hafi tekið ábyrgð á sínu lífi.

„Maður er alltaf á flótta þegar maður er að nota og maður heldur að maður sé að ýta vandamálunum frá sér en það kemur allt í hausinn á manni aftur. Þegar ég kom út úr meðferð voru það 200 manns sem ég þurfti að biðjast afsökunar.“

Viðtalið við Birgi má heyra í heild sinni hér.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Þórdís Kolbrún gjörsigraði:- Haraldur sagðist hætta

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði í próf­kjöri flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi....

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -