Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Birgitta hugsar daglega til bróður hennar sem lést 18 ára: „Hann var stór hluti af mínu lífi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Birgitta Haukdal, rithöfundur og söngkona, hugsar daglega til bróður hennar sem tók eigið líf á unga aldri. Hann var aðeins 18 ára gamall og Birgitta þá fjórum árum yngri. Bróðurmissirinn var það mikið áfall að söngkonan vinsæla var næstu fjögur ár í djúpri sorg.

Líf Birgittu hefur ekki alltaf verið auðvelt því hún missti eldri bróður sinn en hún ræddi sáran bróðurmissinn í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar ræddi hún meðal annars um lagið Eldur í mér með Írafár og hvernig textinn fjallar um andlát bróður hennar.

„Við vorum mjög náin og elskuðumst og hötuðumst eins og systkini gera. Það var rosalega erfitt að vera unglingur á þessum viðkvæma aldri og lenda í svona stóru áfalli. Unglingsárin mín mótuðust svolítið af þessu stóra áfall,“ sagði Birgitta sem var í raun í sorg þar til hún varð sjálf átján ára gömul.

„Það er eiginlega þegar ég fer suður í sönginn. Ég hugsa alltaf til hans þegar ég kem til Húsavíkur og ég held að ég hugsi nánast til hans daglega, hann var stór hluti af mínu lífi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -