Föstudagur 23. september, 2022
7.1 C
Reykjavik

Birtíngur í miklum vanda og lykilmenn á förum: Róbert Wessman hættur að styðja útgáfuna

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Grundvöllur fyrir rekstri útgáfufélagsins Birtíngs virðist brostinn ef marka má uppsagnir og brotthvarf lykilstarfsmanna undanfarið. Nýverið var Steingerði Steinarsdóttir, ritstjóra Vikunnar sagt upp störfum. Þá var Guðríði Haraldsdóttur blaðamanni og prófarkarlesara sagt upp störfum ásamt fleirum. Samdráttur í sölu tímaritanna er talin vera ástæða erfiðleikanna. Þá hefur talsmaður auðmannsins Róberts Wessman staðfest að hann sé hættur afskiptum af útgáfu tímaritanna eftir að hafa lánað yfir 700 milljónir króna til fyrirtækisins. Hluta af lánum Aztiq Fjárfestinga ehf hafði verið breytt í hlutafé í Birtíngi en ætla má að lánveitingar Róberts hafi tapast að öllu leiti.

Róbert Wessman og lögmenn hans.

Kjarninn upplýsir að samkvæmt síðasta ársreikningi Birtíngs  hafi Dalurinn ehf., fyrirtæki Róberts afskrifað 135 milljóna króna skuld Birtíngs. Niðurfellingin er grundvöllur þess að Birtingur hagnaðist um 50 milljónir króna á síðasta ári. Samkvæmt því hefur félagið raunverulega tapað 85 milljónum króna. Stundin hefur fjallað um fjáraustur auðmannsins til íslenskra fjölmiðla sem hann er sagður hafa nýtt til að fegra ímynd sína og klekkja á meintum óvildarmönnum. Greint hefur verið frá því að fyrirtæki í eigu Róberts og Árna Harðarssonar, aðstoðarforstjóra Alvogen, hafi lánað og þá væntanlega afskrifað yfir tvo milljarða króna.

Lára Ómarsdóttir er aðstoðarmaður Róberts Wessman og hefur átt í viðkvæmum samskiptum við Ólaf lögmann.

Mesta tap Róberts liggur í þeirri ákvörðun að hafa ráðist í útgáfu fríblaðsins Mannlífs. Í umfjöllunum fjölmiðla um áhrif hans í íslenskum fjölmiðlum hefur hinavegar lítið verið fjallað um „styrki og samstarfssamninga” auðmannsins við fjölmiðilinn 24.is. Staðfestar heimildir Mannlífs herma að lögmaður Róbert hafi greitt tugi milljóna króna til fyrirtæksins frá því í júní 2021 í gegnum samstarfssamning sem ritstjórn hefur undir höndum. Mannlíf vinnur nú að því að upplýsa um hvaða „ráðgjöf og verkefni” það var sem Róbert greiddi fyrir í gegnum lögmann sinn til 10 ára, Ólaf Kristinsson og hver þáttur Láru Ómarsdóttur, aðstoðarmanns Róberts, er í þeim samskiptum.

Staðfest er að lögmaðurinn greiddi eina milljón króna í tveimur millifærslum til 24.is daginn eftir innbrot á skrifstofur Mannlífs í janúar síðastliðinn. Kristjón Kormákur Guðjónsson játaði innbrotið í viðtali við Mannlíf og sagðist hafa beðið Róbert í símtali um peninga fyrir nýjum farsímum til að hylja slóðina. Millifærslan kom skömmu síðar frá lögmanni Róberts.

 

Fyrirvari 1: Róbert Wessman hefur verið kærður til lögreglu fyrir aðild og yfirhylmingu í tengslum við innbrot á skrifstofur Mannlífs. Honum hefur margsinnis verið boðið að tjá sig um þessi mál í Mannlífi, en ekki orðið við áskoruninni.

- Auglýsing -

Fyrirvari 2: Ritstjóri Mannlífs vinnur að heimildabók um Róbert sem að hluta til er fjármögnuð af félagi sem er í eigu fyrrverandi samstarfsmanns auðmannsins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -