Bjarnheiður skíthrædd við World Class Laugum: „Hver bjóst við að frekir Íslendingar hlýddu þessu?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íbúar Laugarneshverfis vilja bílastæðin við Laugar burt enda séu þau lítið annað en slysagildrur sem fjölda barna stafi meðal annars hætta af. Sumir íbúanna vilja mæta með grjót á staðinn til að loka stæðunum.

Það er Bjarnheiður nokkur, íbúi hverfsins, sem viðrar ótta sinn í hverfishópi íbúa á Facebook og  birtir þar myndir af skiltum sem komið hefur verið upp en bera engan árangur að hennar sögn:

„Slysagildran við Laugar. Var vongóð í haust þegar framkvæmdir voru til að auka umferðaröryggi. Fljótlega varð hins vegar ljóst að framkvæmdin hefur engu skilað. Bílarnir vaða þarna yfir eins og áður. Ég skil ekki í hvað peningarnir fóru og ekki heldur hvað fólk var að spá. Hver bjóst við að frekir Íslendingar hlýddu þessum skiltum? Það þyrfti slá þarna yfir sem einungis er opnuð þegar vöruflutningabílar eða sjúkrabílar mæta á svæðið… Hvað getum við gert í þessu?,“ spyr Bjarnheiður.

Þessa mynd birti Bjarnheiður af viðvörunarskiltunum við Laugar.

Friðrik deilir áhyggjum Bjarnheiðar og lýsir yfir furði sinni yfir því hvers vegna viðskiptavinir World Class í Laugum geti ekkert lagt það á sig til að nálgast stöðina. „Þeir sem sækja heilsuræktina þurfa að komast sem næst dyrunum. Það er svo erfitt að labba“,“ segir Friðrik.

Salka er einnig á sama máli. „Úff, hvað ég er sammála þér. Þetta er og hefur verið absúrd. Það ætti einfaldlega að taka þessi bílastæði úr almennri notkun,“ segir Salka.

Og Manuela segir viðvörunaskiltin engu breyta og hefur verulegar áhyggjur af þeim fjölda barna sem þarna eiga leið um. „Þessi skilti breyttu engu varðandi hegðun á bílaplaninu. Þarf eitthvað meira, svo hrædd um öll börnin sem fara þarna daglega framhjá til að mæta á æfingar og leik inní dal,“ segir Manuela.

Eva vill aðgerðir.  „Ég tvisvar orðið vitni að næstum því slysum þarna. Hvert er hægt að tilkynna svona?, spyr Eva. Það vill Björn líka. „Við þurfum bara að mæta með grjót eða einhverja tálma og loka þessu sjálf,“ segir Björn ákveðinn.

Sóley svarar Evu og bætir við eigin sárri reynslu af bílstæðinu í Laugum. „Til lögreglu. Það var keyrt á son minn þarna þegar hann var 7 ára. Var tilkynnt. Fór í herferð sem endaði með þessari “úrlausn”,“ segir Sóley.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -