Sunnudagur 25. september, 2022
11.8 C
Reykjavik

Björgólfur á í vök að verjast „Við ætlum ekki að fara í opinbera rökræðu við Ríkisútvarpið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kveikur birti í gær frétt með nýlegum upplýsingum úr nýlegri kyrrsetningarkröfu ríkissaksóknara í Namibíu rannsakar nú mál Samherja í Namibíu. Þar voru birt fremur tortryggileg tölvupóstsamskipti milli Jóns Óttars Ólafssonar, ráðgjafa Samherja og James Hatuikulip einn af svokölluðum hákörlum í Samherjamálinu.

Þar ræða þeir mögulega slóð peninga sem bárust James af bankareikningi félaga Samherja úr DNB bankanum í Noregi.

James sendi á Jón:

„Ok, ég skil…Er einhver hætta á því að upphæðirnar sem greiddar voru „fyrir utan“ uppgötvist? Við viljum ekki búa til neina pappíra sem fjalla um fiskflutninga og svo finni þeir peningaslóðina.”

Jón svaraði stuttu síðar:

„Ég held að þeir muni ekki hafa uppi á þeim greiðslum sem greiddar voru úr landi. Við höfum lokað þeim reikningum. Auk þess hafa þeir ekki burði til þess að fara á eftir flóknum aflandsviðskiptum.“

Jón Óttar hefur ekki svarað beiðni Kveiks um viðbrögð við tölvupóstsamskiptunum. Skjáskot úr frétt Kveiks /ruv.is

Í kyrrsetningarkröfunni kemur jafnframt fram að á grundvelli laga um varnir á skipulagðri glæpastarfsemi eigi að kyrrsetja eigur sexmenninganna sem hafa setið í gæsluvarðhaldi í rúmt ár auk eigna tíu félaga þeirra sem eiga að hafa komið að málinu.

„Meðal þess sem Namibísk yfirvöld krefjast kyrrsetningar á eru tvö skip Samherja, sem sögð eru einu eignir fimm þar lendra dótturfyrirtækja fyrirtækisins,“ segir í frétt Kveiks. Annað skipið, Heinaste, hafi verið selt og Namibísk yfirvöld hafi kyrrsett söluandvirðið en hinu skipinu sem bar heitið Saga hafi verið siglt í snarhasti til Kanaríeyja í byrjun árs, nafni þess breytt og heimahöfn þess færð frá Namibíu til Belís.

- Auglýsing -

Rökstuðningur Namibískra stjórnvalda á kyrrsetningunni ku vera að fimm Íslendingar undir forystu Þorsteins Más, forstjóra Samherja hafi myndað samtök með sexmenningunum sem nú sitja í gæsluvarðhaldi í Namibíu og saman framið fjölda lögbrota þar í landi. Þeir búi yfir sönnunum um að hægt sé að sækja hópinn til saka fyrir spillingu, fjársvik, skattsvik mútur og peningaþvætti. Í greinargerðinni kemur jafnframt fram að alþjóðalögreglunni Interpol hafi verið falið að finna tvo Íslendinga sem tengjast málinu svo rétta megi yfir þeim í Namibíu.

Tölvupóstsamskiptin í snjallsíma James

Rannsóknin í Namibíu er í tveimur hlutum og snýr krafan eingöngu að milliríkjasamningi milli Namibíu og Angóla sem ríkissaksóknari telur einungis hafa verið blekkingu til að færa Samherja 50 þúsund tonna kvóta. Langstærstu hluti af greiðslum Samherja fyrir kvótann í Angóla endaði svo Dúbaí í félagi eins sakborninganna James Hatuikulipi, sem átti í áður nefndum tölvupóstsamskiptum við Jón Óttar. Hann á að hafa verið lykilmaður í Angólafléttunni svokölluðu en nafn hans er hvergi sjáanlegt í samningagerð Samherja um greiðslur á afnot kvóta þar í landi.

Stjórnvöld lögðu hald á Samsung S9 farsíma James þar sem í ljós komu tölvupóstsamskiptin milli James sem kom undir dulnefninu „Petrus Aashonge“ og Jóns Óttars Ólafssonar, segir í frétt Kveiks.

Björgólfur neitar að ræða samskiptin

- Auglýsing -

Í svari frá Björgólfi Jóhannssyni, annars forstjóra Samherja sem barst Kveik þverneitar hann að tjá sig um þessi tilteknu tölvupóstsamskipti. Hann segir jafnframt vera í meginatriðum sömu ásakanir og var greint frá í nóvember í fyrra. Þá segir hann Samherjamenn hafa alfarið neitar að hafa greitt mútur eða aðrar óeðlilegar greiðslur.

„Í tengslum við rannsókn á starfseminni í Namibíu, sem ráðist var í með fulltingi norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein, voru þúsundir tölvupósta yfirfarnir. „Við ætlum ekki að fara í opinbera rökræðu við Ríkisútvarpið um einn þessara tölvupósta,“ skrifar Björgólfur í svari sínu.

Jón Óttar hefur ekki svarað beiðni um viðbrögð við upplýsingunum sem Kveikur hefur undir höndum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -