Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Björgvin biður foreldra að ræða við drengina – „Kallaðar hórur þegar þær ganga um hverfið sitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn geðþekki Björgvin Franz Gíslason biður foreldra á Völlunum í Hafnarfirði um að vinsamlegast ræða við drengina sína. Hann segir það algengt í hverfinu að ung dóttir hans og vinkonur hennar séu kallaðar hórur eða druslur á götum úti. Hann segir að þetta ekki ganga lengur.

„Hæ kæru íbúar! Í framhaldi af þessu skelfilega máli sem kom upp í gær hjá okkur á Eskivöllum sem og þeirri frábæru samstöðu sem við sýndum í gær ásamt nýlegri umræðu um einelti langar mig að ræða um virðingu barnanna okkar hvort fyrir öðru. Dóttir mín og vinkonur hennar verða ítrekað fyrir því að vera kallaðar hórur eða druslur þegar þær ganga um hverfið sitt,“ segir Björgvin Franz innan Facebook-hóps íbúa þar.

Hann segist þegar ekki eiga að líðast. „Það fór að bera á þessu síðastliðinn vetur en hefur aukist eftir að þær fóru að prófa sig áfram með öðruvísi klæðaburð (þær eru jú að verða unglingar og því viðbúið að þær vilji reyna eitthvað nýtt ) Ég hef rætt þetta við kennarana þeirra sem hafa verið mjög ötular að setjast niður með drengjunum (yflirleitt eru þetta drengir því miður) og ítreka við þá að svona líðist ekki. Èg reyni að vera duglegur að minna mín börn á að við erum allskonar og við verðum að sýna hvert öðru virðingu, þolinmæði og tillitssemi Bara svona smá hugvekja,“ segir Björgvin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -