Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Björgvin dæmdur í 5 leikja bann fyrir rasísk ummæli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björgvin Stefánsson, leikmaður KR í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í 5 leikja bann fyrir ummæli sem hann lét falla þegar hann lýsti leik Hauka og Þróttar í Inkasso-deild karla á vefmiðlinum Haukar TV.

„Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin í lýsingunni þegar þeldökkum leikmanni Þróttar hljóp kapp í kinn. Skömmu síðar baðst Björgvin afsökunar á ummælum sínum og sagði að um mislukkað grín hafi verið að ræða, en þá þegar höfðu ummælin vakið athygli á samfélagsmiðlum. Málinu var vísað til aganefndar KSÍ.

Þótt atvikið hafi gerst fyrir um tveimur vikum úrskurðaði aganefndin ekki í málinu fyrr en í dag. Var leikmanninum, auk KR og Haukum, gefinn kostur á að skila athugasemdum og andmælum. Engin greinargerð barst frá Björgvin en KR fór fram á það að leikmaðurinn slyppi við refsingu. Í greinargerð KR segir:

„Eins og áður segir er Björgvin leikmaður KR, sem leikur í Pepsi-Max deild karla. Hann er Haukamaður að upplagi og var þarna, í greiðaskyni við sinn uppeldisklúbb, í hlutverki lýsanda í Netútvarpi Hauka ásamt öðrum. ….Ummælin voru sögð í hita leiks, til að krydda útsendinguna, eins hrapallega og það tókst. Björgvin baðst opinberlega afsökunar, þar sem hann lýsti ummælunum sem heimskulegum og að hann hafi gerst sekur um dómgreindarbrest.“

Aganefndin komst að þeirri niðurstöðu að Björgvin skyldi dæmdur í 5 leikja bann í keppnum á vegum KSÍ og tekur bannið gildi nú þegar. Auk þess sætir Björgvin banni frá leikvelli Hauka á Ásvöllum á meðan leikbannið varir. Knattspyrnudeild Hauka var sektuð um 100 þúsund krónur en KR var ekki gerð sekt í málinu.

Úrskurð aganefndar KSÍ má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -