2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Björgvin rifjar upp 4. september fyrir 5 áratugum: „Svona líður tíminn“

Söngvarinn Björgvin Halldórsson minnist dagsins 4. september árið 1969 á Facebook-síðu sinni, en þann dag tók hann ásamt hljómsveitinni Ævintýri þátt í popphátíð í Laugardalshöll.

Hljómsveitin var valin vinsælasta hljómsveitin og Björgvin, þá 18 ára gamall, poppstjarna ársins. Þrátt fyrir ungan aldur Björgvins var Ævintýri þriðja hljómsveitin sem hann starfaði með. Hann hóf feril sinn í Bendix 15 ára gamall, næst tók Flowers við. Síðan stofnaði Björgvin Ævintýri ásamt Sigurjóni Sighvatssyni og Arnari Sigurbjörnssyni.

„Á þessum degi 4 september 1969 héldum við strákarnir í Laugardalshöllina til að taka þátt í stærstu Popphátíð þess tíma ásamt helstu hljómsveitunum. Þarna kepptu vinsælustu hljómsveitir landisns um vinsældir fólksins. Einskonar IDOL þeppni síns tíma..Við mættum fullir spenningi og eftirvæntingu og höfðum sigur. Svona líður tíminn… Ljúfar minningar,“ skrifar Björgvin.

AUGLÝSING


Visir og Alþýðublaðið fjölluðu um hátíðina daginn eftir og kom þar fram að hátíðin hefði verið sótt af um 4000 unglingum flestum á aldrinum 10-14 ára og fór hátíðin vel fram, betur en talið hefði verið í fyrstu.

„Ég finn mig ekki í þessu, nema fólkið sé með mér,“ er haft eftir Björgvini í Vísi, og ljóst er að í þá rúmu fimm áratugi sem Björgvin hefur staðið í sviðsljósinu hefur fólkið verið með honum í liði, poppstjörnunni síungu.

Skjáskot Tímarit.is / Vísir 05.09.1969:

 

 

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is