Miðvikudagur 11. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Björk um Samherjamálið: „Fékk velgju yfir allri spillingunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björk Vilhelmsdóttir var handtekin af ísraelska hernum, ásamt Tinnu Eyberg Örlygsdóttur og tveimur frönskum konum, Nanou og Isabel, í síðasta mánuði þegar hún var við ólífutínslu í Palestínu og sat í haldi í þrjá tíma. Hún segir frá þessari lífsreynslu í viðtali við Mannlíf og tjáir sig einnig um Samherjamálið svokallaða sem er í brennidepli þessa stundina.

 

„Ég er svolítið upptekin af firringunni á Íslandi og tilgangsleysinu og þegar maður kemur héðan út til Palestínu þá finnst manni maður vera meiri hluti af hinu raunverulega lífi. Fólk er hamingjusamt þótt það hafi ekki nein efnisleg gæði, búi við mjög miklar hömlur í öllu daglegu lífi og geti oft ekki gert það sem það ætlaði sér,“ segir Björk meðal annars. Hún segir fólk í Palestínu búa við stöðuga ógn.

Sem dæmi um nánast daglegar upplifanir Palestínumanna af ofbeldi segir Björk frá mjög grófri árás landtökufólks sem átti sér stað nokkrum dögum áður en þær stöllur voru handteknar.

Sem dæmi um nánast daglegar upplifanir Palestínumanna af ofbeldi segir Björk frá mjög grófri árás landtökufólks sem átti sér stað nokkrum dögum áður en þær stöllur voru handteknar.

„Þá vorum við líka að tína ólífur með bónda í Burin og vissum að bóndinn við hliðina var einnig með alþjóðlega sjálfboðaliða þann dag,“ segir hún.

„Allt í einu kemur palestínskur maður hlaupandi og skipar okkur að forða okkur því það sé farið að brenna. Við tókum saman græjurnar og fórum að feta okkur niður hlíðina. Reykurinn var kominn mjög nálægt okkur og ég varð svolítið hrædd því ólífutrén brenna mjög hratt. Við komumst niður á veg og þá fór að koma til okkar blóðugt fólk sem hafði orðið fyrir grjótkasti og barsmíðum af hendi landtökufólksins. Það voru ekki bara Palestínumenn, heldur bæði ísraelskir friðarsinnar og útlendingar, fólk sem hafði verið grýtt og barið með felgulyklum og öðrum bareflum.

„Mér varð einmitt hugsað til hennar þegar ég horfði á Kveiksþáttinn um Samherja, fékk velgju yfir allri spillingunni og skammaðist mín svo innilega fyrir samlanda mína.“

- Auglýsing -

Svo kom til okkar ung kona með bænabönd í vestinu sem sýndi að hún var trúaður gyðingur. Ég varð mjög hissa að sjá hana, skildi ekki hvað hún var að gera þarna. Ég sá samt að hún var ekki í árásarliðinu og spurði hana hvað væri að gerast. Hún sagði mér að tuttugu til þrjátíu landtökumenn hefðu verið að kveikja í ólífutrjánum og ráðast á bændur og friðarsinna. Þegar ég hlustaði á hana klökknaði ég og átti erfitt með að fara ekki að háskæla, ég vorkenndi henni svo ofboðslega að þurfa að horfa upp á annað strangtrúað fólk, hennar fólk, ráðast að öðru fólki og bera enga virðingu fyrir lífi þess og lífsviðurværi. Mér varð einmitt hugsað til hennar þegar ég horfði á Kveiksþáttinn um Samherja, fékk velgju yfir allri spillingunni og skammaðist mín svo innilega fyrir samlanda mína. Þannig hlýtur ísraelsku friðarsinnunum að líða þegar þeir upplifa sitt fólk hegða sér svona.“

Þrátt fyrir þessa reynslu segir Björk að ekki komi til mála að hætta að fara til Palestínu á haustin og hjálpa bændunum við ólífutínsluna.

„Ég vil fara aftur og aftur til Palestínu því það gefur mér svo mikið,“ segir hún.

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarmeistari Yves Saint Laurent á Íslandi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -