Birni Birgissyni, samfélagsrýni og Grindvíking, blöskrar nýleg umfjöllun Morgunblaðsins um samfélagsmiðlastjörnuna Sunnevu Einarsdóttur. Björn, sem segir oft það sem aðrir hugsa, telur að í ljósi þess að Morgunblaðið sé nú styrkt af skattgreiðendum þá sé umfjöllun um „rass Sunnevu“ ekki boðleg.
Sjá einnig: Björn ósáttur og vill ekki sjá hann lengur á RÚV: „Niðurdrepandi tilgerðarlegur og leiðinlegur“
Björn deilir mynd af henni og skrifar á Facebook: „Á hvaða vegferð er hið ríkisstyrkta Morgunblað eiginlega? Kemur skattgreiðendum eitthvað við hvernig rassinn er á Sunnevu?,“ spyr Björn og heldur áfram:
„Eða kemur skattgreiðendum eitthvað við að Mogginn sé óhemju áhugasamur um rassaútlit kvenþjóðarinnar með sérstakri áherslu á rass „áhrifavaldsins“ Sunnevu?“
Ljóst er að sitt sýnist hverjum um téða umfjöllun. Vinir Björns eru þó flestir sammála honum í athugasemdum. Gagnrýni Björns vekur þó vissulega upp spurningar um sjálfstæðis fjölmiðla eftir að Morgunblaðið og aðrir miðlar urðu að hluta til reknir fyrir skattfé.