• Orðrómur

Björn Bjarnason lætur Gunnar Smára hafa það óþvegið – „Nýjasta sviðsetning Gunnars Smára“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Björn Bjarnason fyrrverandi alþingismaður heldur úti síðunni Bjorn.is og tjáir sig þar um hin ýmsu málefni. Þann 5. júlí skrifaði hann pistil í dagbók sína um Gunnar Smára Egilsson undir yfirskriftinni „Nýjasta sviðsetning Gunnars Smára“.

Með pistli Björns er augljóst að hann er ekki hrifinn af Gunnari Smára og fjallar hann meðal annars um það að þegar Fréttatíminn fór á hausinn undir stjórn Gunnars Smára. „Allt fór þó á einn veg og það sem gerðist eftir gjaldþrotið má ekki ræða frekar en viðskilnað hans og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í hruninu“ sagði Björn um málið.

Björn talar um að þing sósíalista hafi verið haldið síðast liðna helgi og að það sé æðsta stofnun Sósíalistaflokks Íslands og sé hugarfóstur Gunnars Smára. Björn heldur áfram og segir: „Þingið fer með æðsta vald í flokknum en milli þinga starfa þar málefnahópar, siðferðisnefndin samviska og kjörnefnd fyrir utan fimm stjórnir flokksins „sem hver um sig sinnir sínum verkefnum og sækja allar sjálfstætt umboð til grasrótarinnar á Sósíalistaþingi“ eins og segir í flokksskipulaginu og einnig: „Sósíalistaflokkurinn er þannig fjölkjarna grasrótarhreyfing sem fámenn forystusveit getur ekki beygt undir sig.“ Þýðir þetta orðalag að fámenna forystusveitin geti hafið sig yfir grasrótina? Að fordæmi Leníns? “

- Auglýsing -

Næsta mál sem Björn hjólar í tengist tilkynningu Gunnars smára að hann ætlaði gefa kost á sér á lista flokksins því skorað hafi verið á hann að gera svo. Birni þykir undarlegt að sama dag og það var tilkynnt um það frá flokknum að skipa ætti 30 manna kjörnefnd og það þyrftu 10 aðilar að vera viðstaddir svo þeir væru löglegir, tilkynnir Gunnar Smári að hann ætli ða gefa á sér kost á lista flokksins og kveðst í viðtali við Ríkisútvarpið hafa fengið áskoranir um að bjóða sig fram til verksins.  Birni þykir furðulegt að þetta hafi get átt sér stað sama daginn og áður en sú 30 manna kjörnefnd sem skipa átti væri orðin full mönnuð.

„Af þessum orðum má sjá að hratt og markvisst er gengið til verka, jafnvel áður en 30 manna kjörnefnd er fullskipuð eða 10 úr hópi hennar hafa fundið tíma til að hittast, fær Gunnar Smári áskorun og við hann er rætt af kjörnefndinni um framboð hans í kosningunum 25. september 2021“.

Færslu Björns má lesa hér í fullri lengd.

- Auglýsing -

 

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -