• Orðrómur

Björn forsetasonur var frægasti nasisti Íslands – Dæmdi mann til dauða

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Í mínum augum var þetta herför gegn ógnun bolsévismans, þar sem Þjóðverjar börðust upp á líf og dauða. Mér fannst að þarna væri kominn sá óvinur sem ég vildi og ætti að berjast gegn,” sagði Björn Sveinsson Björnsson í endurminningum sínum, Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja, sem skráð var af Nönnu Rögnvaldardóttur og kom út 1989.

Þar með var þögnin, sem umlukið hafði fortíð Björns í áratug, rofin.

Björn var þekktasti nasisti sem Ísland hefur alið.

- Auglýsing -

Af íslenskum aðli í SS hreyfinguna

Björn Sveinson Björnsson var stórættaður maður, fæddur árið 1909, sonur Sveins Björnssonar, síðar fyrsta forseta Íslands og konu hans Georgíu Hoff-Hansen.

Við lok stúdentspróf úr Menntaskólanum í Reykjavík hélt Björn til Þýskalands vorið 1930 og hóf störf hjá skrifstofu Eimskipafélagsin í Hamborg. Björn kvæntist, eignaðist tvær dætur og skildi, á næstu sjö árum.

- Auglýsing -

Hann hreifst fljótlega mjög af stefnu áróðursmaskínu nasismans og bauð sig fram til herþjónustu árið 1941 þar sem hann gekk til liðs við Waffen SS-sveitir nasista. Björn var sendur á austurvígstöðvarnar sem stríðsfréttaritari og var sem slíkur vitni að einhverjum blóðugustu stríðsátökum mannkynssögunnar í stríði Hitlers við Sovétríkin.

Stjórnaði áróðursmaskínu nasista

Björn fór hratt upp metorðastigann hjá stjórnvöldum nasista, fékk hverja stöðuhækkunina á fætur annarri og var sendur til að stjórna áróðursmaskínu þeirra í Danmörku, þar sem faðir hans hafði verið svo að segja óslitið sendiherra Íslands í tuttugu ár, allt til 1940. Í Danmörku sá Björn bæði um blaðaútgáfu og rekstur útvarps nasista og í ríflega vikutíma stýrði hann danska ríkisútvarpinu.

- Auglýsing -

Það kom til í kjölfarið á því að sá sá kvittur komst á kreik árið 1943 að danska lögreglan ætlaði að gera uppreisn gegn þýska herliðinu. Gripu Þjóðverjar til stórtækra aðgerða, leystu upp lögregluna upp í kjölfar fjöldahandtaka og settu af þáverandi stjórnanda ríkisútvarpssins, Þjóðverjann Ernst Lohmann, sem þótti hafa sýnt fullkmikla samúð í garð Dana.

Bardagafús svo að til fyrirmyndar er

Lemúrinn birti árið 2013 meðmælabréf frá SS yfirmanni, dagsettu 20. apríl 1944 þar sem segir: „Björnsson liðsforingi hefur óaðfinnanlegan persónuleika og traustar hugsjónir. Hann hefur agaða skapgerð og gott andlegt atgervi. Vinnusamur og ötull hermaður, öguð og fáguð framkoma, bardagafús svo að til fyrirmyndar er. Sem yfirmaður Kaupmannahafnardeildar herdeildarinnar hefur Björnsson liðsforingi unnið framúrskarandi starf í nýliðun Waffen-SS-sveitanna og aukið ítök í dönskum fjölmiðlum. Reyndist einnig vel í bardaga sem hermaður við innrásina í Sovétríkin. Er sonur núverandi forseta Íslands, sem ber að hafa sérstaklega í huga við mat á frammistöðu og verkum hans.“

Birni var treysti til að sitja í dómarasæti í einstökum málum og dæmdi hann mann til dauða árið 1945. Var um að ræða Dana, fyrrum SS liða, sem dæmdur var fyrir liðhlaup og þjófnað. Hvort dómnum var framfylgt er enn ekki vitað þar sem Þjóðverjar gáfust upp degi seinna.

Tugthúsvist í Danaveldi

Við uppgjöfina gaf Björn sig fram og var vistaður í fangelsi í Danmörku í eitt ár en var látinn laus árið 1946, líklega vegna þess að hann var ekki Dani, hafði ekki gerst sekur um stríðsglæpi og landaráðalög náðu ekki yfir hann. Árið 1947 voru aftur á móti níu Íslendingar dæmdir fyrir landráð fyrir þjónustu við Þjóðverja.

Sú staðreynd að Björn var þá sonur forseta Íslands gæti einnig haft sitt að segja um þessa mildu refsingu en íslensk stjórnvöld höfðu neitað harðlega því að hafa beitt nokkrum þrýstingi í þá áttina.

Sagan sem aldrei mátti segja

Mál Björns þótti með afbrigðum óþægilegt fyrir Íslendinga og ekki síst forsetaembættið.

Þegar Björn kom heim eftir tugthúsvistina í Danmörku var honum vel tekið af fjölskyldu sinn en faðir hans, Sveinn Björnsson, forseti, lét hann lofa því að að minnast aldrei á sögu sína í þjónustu Þjóðverja né birta í fjölmiðlum. Sveinn fór ennfremur bónför til fjölmiðla um þögn og urðu þeir allir við beiðninni að undanskildum Þjóðviljanum sem birti harðorða grein sem unnin var upp úr dönsku dagblaði og vakti mikla athygli. Var Birni illa rótt hér á landi og flutti með fjölskyldu sinni til Argentínu en sneri heim til Íslands eftir tiltölulega stutta vist þar í landi.

Árið 1962 varð Björn umboðsmaður fyrir alfræðiritið Encyclopaedia Britannica og seldi vel, bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Undir lok starfsævinnar stundaði Björn tungumála- og tónlistarkennslu og leiðsögustörf. Hann bjó í Borgarnesi síðustu árin.

Nanna kona Björns lést í bílslysi 22. mars 1979 nálægt Blikastöðum þegar ölvaður ökumaður fór þar yfir á rangan vegarhelming. Þau voru barnlaus en með fyrri eiginkonu sinni átti hann dæturnar Hjördísi og Brynhildi Georgíu.

Björn Sveinson Björnsson lést árið 1998.

 

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -