Fimmtudagur 30. mars, 2023
7.8 C
Reykjavik

Björn Ingi gjaldþrota: „Ég ætla áfram bara að vera Björn Ingi á Viljanum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður er gjaldþrota. Frá þessu sagði hann sjálfur á Facebook fyrir stundu.

Segi hann að það sé kannski við hæfi að tilkynna þetta, nú þegar akkurat 13 ár eru frá því að vefmiðillinn Pressan fór fyrst í loftið.

„Það er kannski við hæfi, nú þegar akkúrat 13 ár eru í dag frá því vefmiðillinn Pressan hóf göngu sína, að segja hér frá því að í síðustu viku fór ég í persónulegt gjaldþrot vegna mála sem tengjast fjölmiðlarekstrinum fyrir nokkrum árum og hafa verið mér þungur baggi að bera um árabil.“

Ástæðuna segir Björn Ingi vera þá að hann hafi verið í persónulegri ábyrgð fyrir allskonar fjölmiðlarekstur.

„Það er ekkert skemmtilegt, en nauðsynlegt úr því sem komið var. Þetta er bara staðan, ég var í allskonar persónulegum ábyrgðum og maður verður að taka ábyrgð á eigin gjörðum, mistökum sem voru gerð og horfast í augu við staðreyndir.“

Björn Ingi segist hafa misst allar sínar eigur en segir það mikinn lærdóm.

- Auglýsing -

CPeningar eru ekki allt og mikilvægast er að vera til staðar fyrir fólkið sitt og halda heilsu. Nú er að byrja upp á nýtt. Ég tapaði öllum mínum eigum á þessu ævintýri og það var mikill lærdómur. Er eftir margra ára varnarbaráttu orðinn málkunnugur fleiri lögfræðingum og stefnuvottum en gott getur talist, þótt flest sé það mikið sómafólk og bara að vinna vinnuna sína, og það verður kannski bara frelsi að setja þetta dæmi alltsaman á bak við sig.“

En fyrir þau sem höfðu áhyggjur af að Björn Ingi myndi í kjölfarið hverfa af sjónarsviðinu þurfa ekki að örvænta.

Ég ætla áfram bara að vera Björn Ingi á Viljanum, held kannski áfram að skrifa bækur, sinna ýmsu fleiru, vera allsgáður, rækta líkama og sál og taka þátt í þjóðmálaumræðunni meðan einhver nennir að hlusta á það og vona eins og aðrir að veröldin sé ekki á barmi kjarnorkustyrjaldar. Með þessari færslu vildi ég láta ykkur vita sjálfur, því það er best að koma til dyranna eins og maður er klæddur. Kærleikskveðjur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -