Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Björn Ingi og Brynjar rífast – Augljóst að hagsmunir ferðaþjónustunnar vegi þungt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru afar ósammála um hvernig haga eigi aðgerðum á landamærum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins.

Björn vill hertari reglur á landamærunum á meðan Brynjar skellti sér til Spánar í páskafrí, eins og frægt er orðið, og gerði þar með lítið úr orðum Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis sem gaf út þau tilmæli fyrir páska að fólk ætti að sleppa nauðsynjalausum ferðalögum til áhættusvæða vegna Covid-19. Öll lönd heims, nema Grænland eru áhættusvæði að sögn Þórólfs.

Brynjar skrifar færslu á Facebook síðu sinni í gær:

„Hef haft nokkuð gaman af því að fylgjast með nýja þríeykinu, Þórólfi, Kára og Birni Inga tala við hvern annan um hvað þingmenn eru miklir fávitar að leyfa þeim ekki að nauðungarvista fólk í sóttvarnahúsi, sem hvorki er smitað né grunað um að vera smitað. Auðvitað vilja vinstri menn á þinginu breyta lögunum svo það verði hægt. Kæmi ekki á óvart að Rósa Björk, Andrés Ingi og aðrir mannréttindafrömuðir á vinstri vængnum vildu einnig ákvæði í lögunum um viðurlög þeirra sem hæðast að sóttvörnum eða gera minna úr alvarleika veirunnunar en efni standa til.“

Er Brynjar í skrifum sínum að vitna í viðtal sem Björn Ingi tók við þá Þórólf Guðnason og Kára Stefánsson nú fyrir helgi.

Björn Ingi svarar þessari færslu Brynjars á vef Viljans í dag og er langt frá því að vera sáttur með skrif aldarvinar síns eins og Björn kallar Brynjar.

- Auglýsing -

„Af orðum Brynjars má ráða, að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi gefið út nokkurs konar opinbert skotleyfi á fólk og krefjist nauðungarvistar að ástæðulausu og það sé þingmönnum að þakka að ekki hafi reynst lagagrundvöllur fyrir slíkum ráðstöfunum. Ljótt ef satt væri,“ skrifar Björn Ingi.

Björn Ingi heldur áfram og segir að um sé að ræða komufarþega frá svokölluðum há-áhættusvæðum. Reynslan hafa sýnt það, samkvæmt minnisblöðum sóttvarnalæknis, að fyrri útfærslur á sóttkví komufarþega hafi ekki virkað sem skyldi, vegna þess að ekki allir fylgi þeim, fólk sé til að mynda að sækja nákomna í Leifsstöð og ferðamenn sem eigi að vera í sóttkví séu að ganga upp að gosstöðvunum í Geldingadölum, því þurfi hertari aðgerðir.

Segir Björn ástæðu þess að Þórólfur, Kári, hann sjálfur og fleiri hafi áhyggjur af landamærunum vera sú að staðreyndirnar tali sínu máli, smitin séu að berast af landamærunum og inn í landið.

- Auglýsing -

Þvert á ráðleggingar sóttvarnalæknis sé einnig búið að opna landið fyrir ferðamönnum frá ríkjum utan Schengen sem hafa verið bólusettir eða eru með mótefni og sleppa þeim við sóttkví, skrifar Björn og segir Ísland jafn framt vera eitt fyrsta landið sem geri það.

Björn segir augljóst á þessu að hagsmunir ferðaþjónustunnar vegi þungt á metunum hjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og ríkisstjórninni í heild.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -