Sunnudagur 25. september, 2022
11.8 C
Reykjavik

Björn Ingi óttast það versta: Hrollvekjandi lestur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Hrollvekjandi lestur, þar sem nýjum og stökkbreyttum afbrigðum kórónaveirunnar er lýst í reynd sem nýjum heimsfaraldri; mun hættulegri og erfiðari viðfangs en þeim sem við höfum tekist á við í rúmt ár.“

Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans og sá fjölmiðlamaður sem hvað helst hefur kynnt sér kóróna-veiruna hér á landi. Björn Ingi deilir umfjöllun þýska miðilsins Spigel. Þar kemur fram að vísindamenn hafi áhyggjur af útbreiðslu þriggja stökkbreyttra afbrigða COVID-19. Eins hafa komið fram áhyggjuraddir um að bóluefni veiti mögulega ekki nægilega vernd gegn nokkrum afbrigðum af stökkbreyttri kórónaveiru. Björn Ingi tekur undir þessar áhyggjur í grein Spigel og bendir á að breska, brasilíska og suður-afrísku afbrigðin smitist nú á ógnarhraða.

„ … og virðast jafnvel smita þá sem áður höfðu fengið veiruna í bylgju 1. og 2. Það bendir til þess að mótefnin og þá bóluefnin veiti ekki fullkomna vernd, eða jafnvel enga,“ segir Björn Ingi

Staðfest hefur verið að þessi þrjú stökkbreyttu afbrigði smitist mun hraðar og er því hættulegri. Sumir vísindamenn hafa lýst yfir áhyggjum að stökkbreyttu útgáfunnar séu ónæmar fyrir bóluefni. Það hefur ekki verið staðfest og er til rannsóknar. Á vef Vísis var greint frá því fyrir tveimur dögum að bóluefni Moderna virðist virka á breska og suður-afríska afbrigðið en frekari rannsókna er þörf.

Þess má svo geta að á vef Lyfjastofnunar kemur fram að veirur stökkbreytist mishratt. Stundum virka bóluefni vel þrátt fyrir stökkbreytingar veiranna og geta veitt vörn í mörg ár eftir að þau eru þróuð. Dæmi um það eru mislingar og rauðir hundar. En síðan eru það aðrar veirur sem stökkbreytast ört og því nauðsynlegt að fá nýtt bóluefni árlega til að verja fólk. Dæmi um slíkt er bólusetning gegn flensu.

Björn Ingi segir að lokum:

- Auglýsing -

„Þessi veira er ekki á því að gefast upp. Nú getum við þakkað þær hörðu ráðstafanir sem ákveðnar voru við landamærin hér. Ekki fögnuðu allir þeim ráðstöfunum á sínum tíma og fundu þeim allt til foráttu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -