Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Björn ósáttur við Kristrúnu: „Já, verði ég kosin formaður mun ég þiggja formannslaun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grindvíkingurinn og samfélagsrýnirinn, Björn Birgisson, sendi Kristrúnu Frostadóttur, alþingiskonu og formannsframbjóðanda í Samfylkingunni, nýverið bréf, þar sem hann lagði fyrir hana einfalda spurningu.

Björn Birgisson.

Flest bendir til þess að Kristrún verði næsti formaður Samfylkingarinnar, en formenn þeirra flokka sem sitja ekki í ríkisstjórn fá nokkuð veglega greiðslu ofan á laun sín; spurði Björn Kristrúnu hvort hún myndi þiggja þessi laun:

Hann birtir svo færslu á Facebook-síðu sinni:

„Kristrún hefur svarað,“ og bætir við að hann hafi sent spurninguna fyrir nokkrum dögum; ítrekað hana í tvígang, áður en svar barst:

Spurning Bjarnar var svohljóðandi:

„Munt þú þiggja þessi rúmlega 673 þúsund á mánuði sem formenn flokka – án ráðherradóms – fá frá ríkinu?“

- Auglýsing -

Síðan birtir hann svarið frá Kristrúnu:

„Já, verði ég kosin formaður mun ég þiggja þessi formannslaun.“

Björn er ekki vera sáttur við svar Kristrúnar:

- Auglýsing -

„Þá liggur það fyrir. „Mútur Davíðs“ hef ég stundum kallað þessa aukasporslu til formanna sem ekki eru ráðherrar og ég tel hana með öllu siðlausa og sérlega taktlausan átroðning á skattfé almennings. Ég mun ekki styðja flokk sem lýtur formennsku einhvers sem hefur geð í sér til að þiggja aukalega rúmlega 8 milljónir á ári úr ríkissjóði án nokkurs vinnuframlags á móti eða kröfu um slíkt framlag. Það þarf ekkert að ræða það frekar, en mun alltaf líta á mig sem jafnaðarmann að upplagi. Margir eiga sína pólitísku sýn án þess að eiga aðild að stjórnmálaflokki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -