Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Björn Þorláksson í mál við Umhverfisstofnun – Telur að uppsögnin hafi verið ákveðin fyrir löngu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn landsþekkti fjölmiðlamaður, Björn Þorláksson, hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir það sem hann telur vera ólögmæta niðurlagningu á starfi hans sem upplýsingafulltrúi hjá Umhverfisstofnun. Krefst Björn þess að ríkið verði dæmt til að greiða honum laun til tveggja ára sem og þrjár milljónir í miskabætur; nemur upphæð þessi samtals tuttugu og þremur milljónum króna.

Björn hóf störf hjá Umhverfisstofnun í ársbyrjun 2017; starf hans var lagt af í byrjun þessa árs.

Í stefnunni kemur fram að hann hafi verið kallaður fyrirvaralaust á fund forstjóra Umhverfisstofnunar og mannauðsstjóra í nóvember í fyrra. Á þessum fundi var Birni afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um miklar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum í starfi hans sem upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.

Var Birni boðið að taka þátt í hæfnismati og það boð þáði Björn með þeim fyrirvara að matið væri löglegt, en hann taldi leika verulegan vafa á því.

Í áðurnefndri stefnu segir að í janúar hafi Birni verið tilkynnt að leggja ætti starf hans af, en mánuði síðar hafi Umhverfisstofnun auglýst laust til umsóknar starf sérfræðings í stafrænni fræðslu, þróun og miðlun; í stefnunni segir að verkefnalýsing nýja starfsins hafi að mestu leyti verið sú sama og þau verkefni sem Björn sinnti fyrir Umhverfisstofnun.

Telur Björn að ákvörðunin um að leggja ætti starf hans niður hafi verið fyrirsláttur og að uppsögnin hafi verið ákveðin löngu áður.

- Auglýsing -

Björn segir að niðurlagning starfs hans hafi verið verulega íþyngjandi fyrir hann og leitt til fjárhagslegs tjóns og að það muni líklega reynast honum erfitt að fá annað starf við hæfi; Björn sér fram á að þurfa að flytjast búferlum til þess að geta fengið starf við hæfi.

Enn fremur telur Björn að framganga stofnunar hafi valdið honum miklu andlegu tjóni og kastað rýrð á starfsheiður sinn sem og álit annarra á honum; veruleg óvissa sé nú um framtíðarvinnu hans og tekjulega afkomu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -