Miðvikudagur 19. febrúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Björn miður sín yfir undirgöngunum – „Er ekki hægt að vakta þessa „sprautuhausa““

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er reiður veggjakroturum sem skemmi almannaeignir í borginni. Í gær birti hann myndaseríu á Facebook af undirgöngum við Bústaðarveg sem voru máluð um nýliðna helgi og þau voru orðin spreyjuð strax daginn eftir.

Þessi undirgöng við Bústaðarveg fá aldrei að vera í friði að mati Björns. Myndina tók hann laugardaginn 4. október og var búið að krota göngin aftur daginn eftir. Mynd / Skjáskot Facebook.

Björn bendir á að undirgöngin hafi orðið fyrir varanlegum skemmdum vegna veggjakrotsins. „Hér eru myndir í undirgöngum Bústaðavegar. Að morgni laugardags 3. október höfðu þau verið máluð og ekki sást veggjakrot. Að morgni sunnudags 5. október hafði enn einu sinni verið krotað á hlaðna veginn fyrir enda ganganna og á norður-inngang þeirra. Að morgni mánudags 5. október hafði verið málað yfir krotið á norður-innnganginum. Svona gengur þetta allan ársins hring. Unnt er að mála gangaveggina en steinhleðslan er varanlega eyðilögð,“ segir Björn.

Gísli Kr. Björnsson tjáir sig undir myndaseríunni. Honum finnst veggjakrotið skemmtilegt. „En svona án tillits til þess hverjir gera þetta, mætti þá ekki hugsa svona veggi einmitt til þess að graffa á? Nú er ég einn þeirra sem finnst graffiti vera skemmtilegt tjáningar og lista form, og vildi gjarnan sá þetta gert skipulega, og þá með list í huga… Það lífgar upp daufu dagana og gefur fallegu dögunum dýpt,“ segir Gísli.

Ari Edwald, forstjóri MS, er sammála dómsmálaráðherranum fyrrverandi um að veggjaspreyjið sé óboðlegt. „Þetta er ömurlegt og brýnt að taka á þessu af alvöru. Gekk nýlega Grettisgötu og þar í kring. Flest heimili höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Það eru ekki bara eignaspjöllin sem eru gríðarleg. Höggið sem fólk upplifir þegar heimili og aðrar eignir verða fyrir slíkum skemmdarverkum og ribbaldahætti er mikið. Þetta er þrúgandi ofbeldi,“ segir Ari.

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar

Karl Gunnarsson tekur undir með Ara og Birni. Honum finnst ekki hægt að réttlæta veggjakrotið sem hann kallar viðbjóð. „Þetta er óþolandi en því miður ekkert nýtt, almenningssímar lifðu varla nóttina og margt annað í almenningseigu varð afar ílla úti, eitthvað sem ekki var með sama hætti í öðrum löndum og menningarsvæðim sem við viljum gjarnan samsvara okkur við,“ segir Karl.

Þetta veggjakrot var meðal þeirra sem komið var á sunnudaginn síðasta, daginn eftir að göngin voru máluð. Mynd / Skjáskot Facebook.

Þórhallur Pálsson tekur líka þátt í umræðunni og er harðorður. Er ekki hægt að vakta þessa „sprautuhausa“ og góma þá ? Og merkja varanlega?, segir Þórhallur.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -