Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Blaðamenn greiða atkvæði um verkfall: „Sennilega trúa þeir því ekki að það komi til aðgerða, enda blaðamenn seinþreyttir til vandræða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn og samninganefnd Blaðamannafélags Íslands samþykkti á sameiginlegum fundi sínum á föstudag að efna til atkvæðagreiðslu félagsmanna á fjórum vinnustöðum um fjórar vinnustöðvarnir í nóvember.

 

Félagsmenn BÍ hjá Árvakri, RÚV, Sýn og Torgi, greiða atkvæði á miðvikudag. Hægt er að greiða atkvæði á eigin vinnustað eða á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla.

Í yfirlýsingu á vef BÍ er atkvæðaseðilinn birtur og segir þar að komið sé að ögurstundu. Tíu mánuðir séu frá því að síðastgildandi kjarasamningi hafi lokið og sjö mánuðir séu síðan kjarasamningar hafi verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Hvorki hafi gengið né rekið í viðræðum við Samtökum atvinnulífsins.

„Sennilega trúa þeir því ekki að það komi til aðgerða, enda blaðamenn seinþreyttir til vandræða og vanari því að standa á hliðarlínunni og segja söguna en móta hana sjálfir,“ skrifar Hjálmar Jónsson formaður BÍ í yfirlýsingu félagsins.

„Það eru enda 41 ár síðan Blaðamannafélagið efndi síðast til verkfallsátaka og það var aðeins í annað sinn í meira en 120 ára sögu félagsins að gripið er til slíks. Nú erum við að skrifa framhald þeirrar sögu og við reynum að gera það þannig að það verði okkur til sóma og íslensku samfélagi til heilla.“

 

- Auglýsing -
Svona lítur atkvæðaseðilinn út.

Greitt úr verkfallssjóði

Stjórn og samninganefnd samþykkti á fundi sínum að komi til verkfells, mun félagsmönnum verða bætt það launatap sem þeir verði fyrir.

„Við eigum sem betur fer nokkuð digra sjóði eftir fjörutíu ár og félagið stendur vel fjárhagslega. Þar til viðbótar hef ég fengið staðfest að tæplega 50 þúsund félagar okkar á Norðurlöndunum standa með okkur og munu veita okkur fjárhagslegan stuðning dragist verkfallið á langinn samkvæmt samningi þar um,“ segir Hjálmar.

- Auglýsing -

Fjórar vinnustöðvanir fjóra föstudaga

Lagt er upp með að vinnustöðvanir verði fjórar, fjóra föstudaga í nóvember. Fyrstu þrjá föstudagana myndi verkfall ná eingöngu til blaðamanna sem starfa á netmiðlum, það er mbl.is, visir.is, frettabladid.is og ruv.is, ljósmyndara og tökumanna. Lengist vinnustöðvunin um fjórar klukkustundir í hvert skipti eins og kemur fram á atkvæðaseðlinum.
Fjórða verkfallið tekur eingöngu til þeirra sem starfa á prentmiðlum, það er útgáfu Fréttablaðsins og Morgunblaðsins, og ljósmyndara og tökumanna, en netmiðlarnir verða í loftinu.

Kjörfundur hefst kl. 9.30 á miðvikudag og verður farið á milli þessara fjögurra vinnustaða: á Morgunblaðinu kl. 9.30, á RÚV kl. 10.30, á Sýn kl. 11.30 og á Fréttablaðinu kl. 12.30. Frá kl. 13.30 og til 17.00 verður kjörfundur í húsnæði félagsins að Síðumúla 23 og verða atkvæði talin strax að loknum kjörfundi.

Tekið skal fram að undirrituð er varamaður í stjórn Blaðamannafélags Íslands og sat ofangreindan fund, auk þess að vera félagi í Blaðamannafélagi Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -