Laugardagur 14. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Blaðamenn hröktust frá Sigríði til Rithöfundasambandsins: Árás á eldri blaðamenn og þá sem veikjast

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blaðamenn sem um langt árabil mættu til skrafs og ráðagerða á föstudagsmorgnum í höfuðstöðvar Blaðamannafélags Íslands hafa fundið sig óvelkomna þar og leituðu skjóls með fundi sína í húsnæði Rithöfundasambands Íslands. Þetta er vegna meintrar óvildar Sigríðar Daggar Auðunsdóttir formanns félagsins og annarra stjórnarmanna, sem þess utan hefur lagt fram tillögu um þær lagabreytingar að afnema atkvæðisrétt eldri blaðamanna. Þá er búið að skerða réttindi þeirra sem þurfa aðstoð frá sjúkrasjóði félagsins. Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins, bendir á aðförina að eldri blaðamönnum í grein sem hann skrifaði. Hann hefur fordæmt meint skattsvik Sigríðar Daggar opinberlega og telur hana leiða félagið í hefndarleiðangri.

„Kjarni málsins er auðvitað sá að það á að svifta þennan hóp áhrifum innan Blaðamannafélagsins vegna þess að þorri hans er sömu skoðunar og undirritaður. Það er að það sé ófært að forystumaður félagsins svari ekki fyrir ásakanir um skattalagabrot sem komið hafa fram á opinberum vettvangi og stígi til hliðar.  Í þeim efnum hefur formaður félagsins því miður tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins,“ skrifar Hjálmar.

Hann segir að öll stéttarfélög sem hann þekki til leggja metnað sinn í að halda góðu sambandi við eldri félagsmenn sína sem látið hafa af störfum. Það hafi Blaðamannafélagið líka gert lengst af.

„Vikulega yfir vetrarmánuðina hittust eldri félagsmenn í húsnæði félagsins og fengu sér kaffi og vínarbrauð og spjölluðu um landsins gagn og nauðsynjar. Þetta gerðu þeir í yfir 20 ár eða allt frá því að DV varð fyrst gjaldþrota árið 2003.  Mér var raunar gefið að sök, í frægri samantekt KPMG, að hafa í heimildarleysi 800 sinnum á 20 árum vaknað klukkan sjö á morgnana á föstudögum til að fara í bakarí og Hagkaup til að kaupa inn fyrir þessa fundi. Af þessu vissu allir og oft voru stjórnarfundir félagsins á sama tíma og stjórnarmenn nutu þá veitinga og spjölluðu við eldri félaga. Allt eins og það átti að vera og stórfurðulegt að tína svona nokkuð til,“ skrifar hann.

Blaðamannafélagið logar í deilum vegna framgöngu stjórnar og formanns. Ekki er aðeins deilt um meinta aðför að Hjálmari og eldri blaðamönnum. Núverandi stjórn félagsins er einnig sökuð um að traðka á réttindum þeirra sem glíma við veikindi og þurfa hjálp frá sjúkrasjóði. Hjálmar telur að þar sé um alvarlegt mál að ræða sem varði afkomu þeirra félaga sem lakast standi, hafa sjúkradagpeningar verið skertir verulega. Breytingarnar hafi verið gerðar fyrirvaralaust og afturvirkt.

„Stéttarfélag sem stendur ekki vörð um afkomu þeirra sem lakast standa stendur ekki undir nafni.  Ekkert í fjárhagsstöðu Blaðamannafélagsins réttlætir að ráðast með þessum hætti á kjör þeirra sem þurfa á sjúkradagpeningum að halda vegna langvarandi veikinda,“ skrifar Hjálmar.

- Auglýsing -

Þessu til viðbótar hefur stjórn Blaðamannafélags Íslands boðað að eldri blaðamenn verði sviptir atkvæðisrétti hjá félaginu en fái að halda aðild og tillögurétti.

Framhaldsaðalfundur Blaðamannafélagsins verður haldinn 6. september næstkomandi. Fríða Björnsdóttir, elsti núlifandi blaðamaður landsins, sagðist í viðtali við Mannlíf vonast til þess að vantraust verði þar borið upp á Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann stjórnar.

Eftirfarandi sitja í stjórn Blaðamannafélags Íslands og bera ábyrgð á því sem gerist í félaginu: Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður. Lovísa Arnardóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan), varaformaður. Bára Huld Beck, sjálfstætt starfandi, ritari
Stígur Helgason (RÚV), gjaldkeri. Kristín Ólafsdóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan). Skúli Halldórsson (mbl.is). Sólrún Lilja Ragnarsdóttir (mbl.is).

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -