2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Blak í Breiðholti

Síðast en ekki síst

Ein vinsælasta íþróttin þegar ég var að alast upp hét speedway. Speedway gengur út á það að fjögur mótorhjól keyra fjóra hringi í kringum 400 metra malarbraut. Oft eru tveir í liði inni á í einu. Mikill hasar.

Það má segja að speedway hafi verið einhvers konar handbolti. Íþróttin á það nefnilega sameiginlegt handbolta að vera vinsæl sums staðar en ekki annars staðar. Og hún á það sameiginlegt handbolta að vera ekki fótbolti. Aðrar þjóðir hafa sínar varaíþróttir sem ekki eru fótbolti. Til dæmis, rúbbí, ástalskan fótbolta, krikket, hafnabolta, bogfimi eða hokkí.

Margir hafa áhyggjur af því að börn af erlendum uppruna taki ekki nægilega mikinn þátt í íþróttum. En áherslan á það að auka þátttöku hefur stundum verið um of um á bættar kynningar. Að það þurfi að þýða handboltabæklingana og körfuboltabæklingana yfir á fleiri tungumál. En sumir krakkar koma kannski frá svæðum þar sem fólki er sama um handbolta og körfubolta, en ekki sama um krikket eða dans.

En áður en ég legg til speedway-braut í Laugardalnum er til íþrótt sem mætti byggja upp með talsvert minni fyrirhöfn. Blak. Blak er mjög vinsælt í Póllandi. Pólverjar eru heimsmeistarar karla í blaki. Það eru nokkur pólsk blaklið þegar starfandi á landinu. Krakkar geta æft fótbolta með um tíu félögum í Reykjavík en einungis tvö rótgróin félög bjóða upp á blak. Ég myndi giska að það væri sóknarfæri að koma upp virkum blakdeildum í Breiðholti og í Hlíðunum, þar býr margt fólk sem vill æfa blak og horfa á blak. Það væri gaman að sjá einhvern taka þann bolta.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is