Laugardagur 4. desember, 2021
-2.4 C
Reykjavik

Blautur draumur og tvístígandi Stefán

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nokkur upplausn ríkir innan Ríkisútvarpsins vegna atgervisflótta úr fréttaskýringaþættinum Kveik og af fréttastofu. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri hefur upplýst að hún sé á förum og fréttastofan því í raun orðin að höfuðlausum her. Enginn botnar í þeirri ákvörðun Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að hafa ekki auglýst strax eftir nýjum manni í stöðuna. Það er rakið til kjarkleysis og að hann bíði eftir nýjum menntamálaráðherra.

Það hefur lengu verið blautur draumur valdakjarna Sjálfstæðisflokksins að ná inn sínum manni og fara þannig með dagskrárvaldið. Útvarpsstjóri er undir þeim þrýstingi og stór spurning hvort hann muni ráða faglega í stöðuna. Sagan geymir það þegar viðvaningurinn Auðun Georg Ólafsson var ráðinn fréttastjóri. Ráðningin var rakin til tengsla hans við Framsóknarflokkinn. Auðun var hrakinn úr starfi af fréttamönnum áður en hann byrjaði formlega séð.

Draumaprinsar Sjálfstæðisflokksins gætu verið Stefán Einar Einarsson, viðskiptablaðamaður Moggans, eða Andrés Magnússon, fulltrúi Davíðs Oddssonar og einn aðalmaður skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins. Báðir hafa þeir sýnt í verki hollustu við flokkinn. Vandinn er hins vegar sá að fréttamenn RÚV munu seint sætta sig við þann ráðahag …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -