Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Bloggara í yfirstærð hent út fyrir að vera í bikiníi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna O’Brien er 33ja ára lífsstílsbloggari og stofnandi síðunnar Glitter and Lazers. Hún lenti í bobba í Las Vegas á dögunum þar sem hún var að taka upp auglýsingamyndir fyrir sundföt. Anna ætlaði að mynda inni á hóteli sem hún nafngreinir ekki og var búin að fá leyfi fyrir myndatökunni frá kynningarteymi hótelsins.

Í samtali við Yahoo segir Anna að hún hafi fengið leyfi til að mynda alls staðar nema í spilavítinu þannig að hún ákvað að taka fyrstu myndina í anddyrinu. Hins vegar kom öryggisvörður askvaðandi að Önnu þegar hún var rétt að byrja og bað hana um að hylja sig. Anna náði þó þessari mynd:

A post shared by Glitter (@glitterandlazers) on

„Hann sagði mér að hylja mig, að ég þyrfti að fara í föt því ég mætti ekki vera í baðfötum einum klæða. Ég reyndi að tala við hann en hann hlustaði ekki,“ segir Anna. Hún bætir við að hún og ljósmyndari hennar hafi þá farið aftur uppá hótelherbergi þar sem Anna klæddi sig í sundbol. Þau fóru síðan aftur niður í anddyri og byrjuðu að mynda á öðrum stað.

„Við vorum að mynda á öðrum stað í anddyrinu og annar vörður kom til okkar og sagði okkur að stoppa,“ segir Anna og bætir við:

A post shared by Glitter (@glitterandlazers) on

„Ég sýndi honum tölvupóstana frá kynningarteyminu en það skipti engu máli. Mér líkaði ekki þær dylgjur um að ég væri að ljúga með að vera með leyfi. Hvað gerði ég til að gefa til kynna að ég væri ekki traustsins og virðingarinnar verð?“

Anna heldur að það liggi meira á bak við þessar uppákomur.

„Aðrar konur gengu um jafnlítið klæddar og ég og enginn sagði neitt við þær. Ég vil ekki halda það versta um fólk en í þessu tilviki get ég ekki annað en velt þessu fyrir mér.“

A post shared by Glitter (@glitterandlazers) on

- Auglýsing -

Eftir að Anna opinberaði atvikið, bæði á Instagram og í fjölmiðlum, hefur hótelið sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Anna hafi ekki fengið leyfi til að mynda sig í baðfötum á hótelinu, eingöngu fullklædd. Ku það ekki vera leyfilegt að ganga um á sundfötum á hótelinu samkvæmt reglum þess.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -