Laugardagur 25. janúar, 2025
1 C
Reykjavik

Bloggarinn Páll undrast heiftina í sinn garð:„Látið eins og ég hafi framið einhvern þvílíkan glæp” 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bloggfærsla Páls Vilhjálmssonar um Helga Seljan hefur vakið upp mikil viðbrögð. Mannlíf hafði samband við Pál og spurði hann út í málið, hvernig það liti út frá hans bæjardyrum séð.

„Mér finnst skrýtin þessi feiknamikla heift sem virðist hafa gripið um sig þegar ég birti þetta; það er aðallega það sem kom mér á óvart; svo virðist í dag allt með kyrrum kjörum, en ég fékk það á tilfinninguna að einhver taugaveiklun hafi gripið um sig þarna uppi í Efstaleiti og stóru kanónurnar voru dregnar fram; til dæmis forsetaframbjóðandinn, Þóra Arnórsdóttir og Bogi Ágústsson fréttastjóri, en það er ekki á hverjum degi sem þau taka til máls á þessum vettvangi.” 

Páll segir að málið hafi fyrst og fremst snúist „um það að Helgi Seljan sagði í þessum þætti á RÚV; sagði eitthvað um sjálfan sig, sem ég tengdi við það sem ég hef áður fjallað um. En mér finnst viðbrögðin hafa verið öll meira og minna öll úr samhengi.”

Páll er enginn sérstakur aðdáandi fréttastofu RÚV:

„Ég skil alveg að fólk andmæli mér, en hvað kemur Bogi með? Hann segir að ég sé leigupenni; eins og ég sé í vinnu hjá Samherja að gera þetta, en ég held að Bogi sé það skynsamur að hann veit að svo er ekki. Hann bara slær þessu fram og það er bara ómerkilegt.”

Páll segir að Bogi telji „sig vera að verja sinn mann og heiður stofnunarinnar, en það er ekkert efnislega farið í þetta og bara látið eins og ég hafi framið einhvern þvílíkan glæp. Ég tók Helga bara á orðinu, hann sagði að hann hefði farið inn á geðdeild og ég tengdi það við annars vegar að vera veill á geði; ef maður er á geðdeild þá er það ekki út af bakverkjum eða fótbroti.”

- Auglýsing -

Hann nefnir að honum finnist margt athugavert við vinnu Helga „í þessu tiltekna máli sem er Samherja málið, þar sem mér fundust mjög undarlegir hlutir í gangi svo vægt sé tekið til orða – 2012 segir hann ákveðna hluti sem engar heimildir eru fyrir og allt varðandi Helga og Samherja-málið í gegnum árin er mjög vafasamt af hans hálfu.”

Páll segist einfaldlega ekki hafa gert neitt „nema að vera með aðra tengingu heldur en tenging RÚV var, að Helgi ætti bágt og væri fórnarlamb og ég bara kaupi það ekki. Það er allt í lagi að gagnrýna mig fyrir að sýna honum ekki nægilega samúð, en svona lít ég á málið.

Helgi hefur farið offari í sínum fréttaflutningi og vinnubrögðum eins og ég hef rakið oft áður.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -