Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Bob Dylan biðst afsökunar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum Facebook skrifar Bob Dylan afsökunarbeiðni til aðdáenda sinna á að hafa notað tölvustýrðan penna til að árita 900 hundruð eintök af nýútkominni bók sinni, Philosophy of Modern Song. 

Tiltekur Dylan að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hann undirritar sínar bækur með þessum hætti; Dylan var mjög verkjaður í höndum við skrifin, og þess vegna var þessi leið farin.

Árituðu eintökin af bókinni góðu voru seld í takmörkuðu upplagi á 600 hundruð dollara stykkið; áttatíu og fimm þúsund krónur.

Fljótlega var vakin athygli á því á samfélagsmiðlum að undirskriftin hjá Bob Dylan var nákvæmlega eins í mörgum eintakanna, og þá tóku aðdáendur kappans að gruna hann um græsku.

Nú er ástæðan komin í ljós.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -