Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Undarlegt ástarsamband íslensku þjóðarinnar við skákmeistarann: „Þetta er bara Bobby“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bobby Fischer, var bandarískur stórmeistari í skák og fyrrverandi heimsmeistari í skák undir merkjum FIDE, sem síðar hlaut íslenskan ríkisborgararétt. Hann gjörsigraði FIDE heimsmeistarann Boris Spasskíj í Einvígi aldarinnar í Reykjavík 1. september 1972 og varð þar með fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vera krýndur heimsmeistari í skák.

Heimsmeistaratitillinn rann honum hins vegar úr greipum 3. apríl 1975, þegar hann neitaði að verja titilinn gegn áskorandanum Anatoly Karpov.

Bobby Fisher var þekktur sem einn iðnasti og hæfileikaríkasti skákmaður sögunnar, en einnig fyrir óútreiknanlega hegðun sína og öfgafullar stjórnmálaskoðanir, litaðar af gyðingahatri og fyrirlitningu á Bandaríkjunum. Þrátt fyrir langa fjarveru frá skákkeppnum var hann enn meðal þekktustu skákmanna veraldar.

Árið 2002 kom í ljós að skákmeistarinn Bobby Fischer hafði verið rangfeðraður og talan 64 reyndist undarleg örlagatala í öllu lífi hans.

Skrifaði Fischer töluna 64 inn í nafnið sitt?

 

Einvígi allra tíma
Guðmundur G. Þórarinsson þáverandi forseti Skáksambandsins gaf út bókina Einvígi allra tíma, en það einvígið var talið hafa komið Íslandi á kortið.

- Auglýsing -

Í bókinni opinberaði Guðmundur margt undarlegt úr lífi Fischers sem ekki hefur verið á almanna vitorði áður.

Þar kom meðal annars fram að Fischer hafi verið rangfeðraður og að öllum líkindum verið sonur ungversks stærðfræðings, Paul Felix Nemenyi, en ekki sonur Hans Gerhardt Fischers, þess sem móðir Fischers, Regina Wender, var gift og skráður var faðir hans.

Skjöl FBI
Það var þó ekki fyrr en árið 2002 sem efasemdir vöknuðu um faðernið þegar leyniskýrslur bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sem njósnaði um móður Fischers, voru opnaðar.

- Auglýsing -

Í skjölunum mátti sjá að nær útilokað var að Hans Gerhardt Fischer væri faðirinn enda var hann búsettur í öðru landi á þessum tíma og skilinn að skiptum við eiginkonuna, sem átti í ástarsambandi við ungverska stærðfræðinginn.

Í bókinni Einvígi allra tíma er einnig vakin athygli á því hvernig talan 64 markar örlög Fischers.

Hér sést greinilega talan 64.

Þannig megi lesa töluna 64 úr undirskrift hans, þegar tveir síðustu stafirnir eru skoðaðir í nafninu Bobby.

„Þetta er auðvitað mjög merkilegt. Fischer deyr 64 ára gamall, en hann helgaði lífi sínu 64 reitum á skákborðinu.

Hann verður heimsmeistari á 64 breiddargráðu. Hann deyr á 64 breiddargráðu. Hann er jarðaður á 64 breiddargráðu.“

Óskiljanlegt ástfóstur Íslendinga við Bobby
Annars hafa málefni og ferðalag Bobbys Fischers til Íslands verið umfjöllunarefni fjölmiðla um allan heim í gegnum tíðina og það virðist sama hvar borið er niður, það þykir nánast óskiljanlegt að Íslendingar hafi tekið ástfóstri við þennan undarlega, umdeilda og yfirlýsingaglaða aldna skákmeistara sem bæði er þekktur fyrir gyðingahatur og ákaft hatur á föðurlandi sínu, Bandaríkjunum.

Niðurstaða fjölmiðla er gjarnan á einn veg: CNN-fréttastofan og bandaríska dagblaðið Washington Post segja Íslendinga hreinlega vera skákóða þjóð og Los Angeles Times útskýrir að skák sé svo mikilvæg hérlendis þar sem hún hafi verið Íslendingum til huggunar og skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum.

Í viðtali við bresku fréttastofuna BBC útskýrir Gunnar Snorri Gunnarsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, að Íslendingar finni fyrir samstöðu með Fishcer ekki vegna skoðana hans heldur vegna þess að þessi skáksnillingur sé í vanda staddur.

Páll Stefánsson, ljósmyndari hjá Iceland Review, útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og Íslendingar séu þrjósk þjóð sem hafi engar áhyggjur af því hvað Bandaríkjastjórn finnist um okkar framgang í þessu máli.

LA Times greinir þessa ráðgátu í tvennt: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi í umræðuna og á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðarlyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer: þeir yppa öxlum og segja: „Þetta er bara Bobby.“

Bobby bjó í Reykjavík til æviloka og lést eftir baráttu við alvarleg nýrnaveikindi. Fischer dvaldist á sjúkrahúsi í Reykjavík í október og nóvember 2007, en síðan á heimili sínu. Síðustu orð hans, samkvæmt Magnúsi Skúlasyni, sem sat hjá honum þeger hann lést voru: „Ekkert linar þjáningar eins og mannleg snerting.“

Fischer var jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk í kirkjugarði Laugardæla í Flóa þann 21. janúar 2008. 5. júlí 2010 var lík Fischers grafið upp til að ná í lífsýni, sem notað var í erfðamáli, sem aðstandendur Filippseysku stúlkunnar Jinky Ong höfðuðu. DNA-próf sýndi að Fischer var ekki faðir stúlkunnar.

Þann 8. apríl 2011 féll dómur Hæstaréttar, sem dæmdi Myoko Watai eina erfingja Fischers.

Heimildir:
Guðmundur G. Þórarinsson (2020). Einvígi allra tíma. Reykjavík. Ísland
Vísir.is
Wikipedia.com

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -