Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Boeing frestar framleiðslu MAX véla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boeing ætlar fresta framleiðslu á Boeing 737 MAX vélum í næsta mánuði þar til kyrrsetningu vélanna hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér.

Eins og kunnugt er hægðu verksmiðjurnar á framleiðslu vélanna, úr 52 í 42 vélar á mánuði, eftir að vélarnar voru kyrrsettar af flugmálayfirvöldum víðs vegar um heim í mars á þessu ári vegna mannskæðra flugslys í Indónesíu og Eþíópíu. Upphaflega gilti kyrrsetningin til 16. júní en henni hefur ítrekað verið frestað og hefur hún valdið fjölda flugfélaga búsifjum enda MAX vélarnar þær söluhæstu í flugsögunni. Icelandair er eitt þeirra, en félagið þurfti meðal annars að uppfæra sína flugáætlun og leggja niður flug til nokkurra áfangastaða í kjölfar kyrrsetningarinnar.

Vonast var til að kyrrsetningu 737 MAX vélanna yrði aflétt snemma á næsta ári, en AFP  segir tilkynningu Boeing gefa til kynna að lengra sé í að vélarnar fái flughæfnisskírteini en hefur verið haldið fram hingað til.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -