Bogi Ágústsson trúir ekki eigin ljósmyndum. Birti tveggja ára gamlar myndir af „Sumrinu endalausa“ við Faxaflóa.
Bogi Ágústsson, frétta og dagskrárgerðamaður á Ríkisútvarpinu birti í gær ljósmyndir inni á Facebook hópnum Vesturbærinn. Ljósmyndirnar tók Bogi fyrir nákvæmlega tveimur árum og birti þær undir heitinu „Sumarið endalausa IV“ en þær sýna gullfallegt haustveður sem þó gætu hafa verið teknar um sumar. Birtir hann þær til að sýna fólki ótrúlegan mun á veðrinu milli ára.
Veðrið síðustu daga hefur ekki verið upp á marga fiska og finnst mörgum veturinn koma full snemma í ár. Bogi skrifar við myndirnar skilaboð til Vesturbæinga. „Kæru Vesturbæingar! Þið ráðið því hvort þið trúið eða ekki en þessa færslu birti ég fyrir nákvæmlega tveimur árum undir fyrirsögninni ,,Sumarið endalausa IV.“ Sjálfur trúi ég ekki öðru en þetta sé falsað.“
Færslan hefur vakið mikla athygli innan hópsins og nokkrir hafa skrifað athugasemdir við hana. Til dæmis Hrund sem spyr hvort um sögufölsun sé að ræða.
Þá segist Margrét treysta á skammtímaminnið. „Vona að mitt skammtímaminni gleymi nýliðnu sumri og ég muni bara eftir góðum sumrum síðustu ára.“
Hér má sjá myndirnar fallegu: