Hinn goðsagnakenndi sjónvarpsmaður Bogi Ágústsson er ekki sáttur og lætur sverfa til stáls í færslu.
Segir:
„Þegar verðbólga er 10% reyna verkalýðsfélög að fá launahækkanir til að draga úr skerðingu lífskjara. Á sama tíma fá þau sem fá greiðslur úr Lífeyrssjóði starfsmanna ríkisins tilkynningu um að tekjur okkar verði skertar um 4 prósent.“
Undir færslu Boga er grein frá RÚV sem ber yfirskriftina:
Lífeyrisréttindi lækka um tæp tíu prósent vegna hækkandi lífaldurs
Bogi segir það fáránlegt að launalækkun eigi sér stað í mikilli verðbólgu; hann spyr hvort það þurfi ekki að stokka íslensku samfélags-spilin upp á nýtt:
„Launalækkun í bullandi verðbólgu, er ekki eitthvað vitlaust gefið í þessu spili? Ástæðan? Við erum svo ósvífin að lifa lengur en en ráðamenn sjóðsins gerðu ráð fyrir.“