Sunnudagur 1. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Bogi lýsir erfiðustu stund sinni í beinni: „Ég man það enn þann dag í dag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bogi Ágústsson fréttamaður segir að það erfiðasta sem hann hafi gert á ferli sínum hafi verið að lesa upp nöfn þeirra sem létust í snjóflóðina á Flateyri. Hann segir í viðtali við Stundina að þetta hafi tekið svo á að hann man það enn í dag.

„Þegar stórir atburðir gerast, þá setur þú sjálfan þig til hliðar og ræðst í verkefnið og tekst á við það. Ég held að langflestir fréttamenn fari ekki í lost og geri ekki neitt. Þeir setji bara augnblöðkur á sig til að útiloka allt annað en verkefnið sem þeir eru að fást við, horfa ekki á atburðina sem þátttakendur heldur sem skoðendur, sem standa fyrir utan atburðina og reyna að gera þeim skil. Þetta eru viðbrögðin þegar voveiflegir atburðir hafa dunið yfir, eins og snjóflóðin fyrir vestan,“ segir Bogi í viðtalinu.

Hann segist hafa reynt að gera þetta fagmanlega en þetta hafi tekið á. „Þó að ég færi ekki sjálfur vestur, ég var þá fréttastjóri, þá útilokuðum við í rauninni þá skelfingu sem var að gerast frá vinnunni, við reyndum að vinna þau störf eins og þurfti. Ég játa það hins vegar að eitt það allra, allra erfiðasta verkefni sem ég hef þurft að takast á við í sjónvarpi í beinni útsendingu var að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í snjóflóðinu á Flateyri. Ég man það enn þann dag í dag.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -