Íslendingurinn Ásgeir Guðmundsson er staddur í Namibíu en þar sá hann nokkuð sérstakan bol á markaði. Á bolnum stendur „Good Samaritan“ og áprentuð er ljósmynd af Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja.
Á ljósmyndinni með Þorsteini er fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernard Esau. Þykir það athugavert vegna gagnrýni sem Þorsteinn hefur orðið fyrir vegna tengsla sinna við embættismenn í Namibíu.
Ermar bolsins skarta myndum af Kristjáni Má Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en hann gegndi stöðu forstjóra um nokkurt skeið hjá Samherja.
Bolurinn kostaði 400 krónur íslenskar. Þá segir Ásgeir þá upphæð vera gríðarlega háa þar í landi en má ætla að það séu hálf daglaun.
Eftir umfjöllun Samherja í fréttaskýringarþættinum Kveik hafa bæði íslensk og namibísk yfirvöld rannsakað starfsemi sjávarútvegsfyrirtækisins.
Í þættinum var meðal annars fjallað um meintar peningagreiðslur sem notaðar voru til þess að múta háttsettum aðilum í Namibíu.
Kristján Már Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, gaf ekki kost á sér í síðustu alþingiskosningum. Hefur hann sætt gagnrýni vegna tengsla við stjórnendur Samherja.
Umfjöllun Vísis má sjá í heild sinni hér.