Miðvikudagur 5. október, 2022
5.8 C
Reykjavik

Bomba Bergþóru: Opna bréfið sem fer líkt og stormsveipur um Facebook

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Opið bréf sem Bergþóra Einarsdóttir ritar til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Facebook hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir Bergþóra fjármálaráðherra harðlega. Bergþóra á barnabarn sem bundin er við hjólastól og þarf daglega aðstoð. Barnabarnið hefur ekki séð kærasta sinn í fimm mánuði vegna COVID. Dóttir Bergþóru er hjúkrunarfræðingur og heldur sig heima á milli vakta til að draga úr lýkum að bera smit inn á vinnustaðinn. Bergþóra segir:

„Það er hart að lesa frá þér afsökunarbeiðni þar sem þú biðst afsökunar – rétt eins og þú hafir óvart stigið á tærnar á mér í einhverri N1-sjoppunni.“

Hér fyrir neðan má lesa bréfið frá Bergþóru sem hefur farið eins og stormsveipur um samfélagsmiðla.

„Blessaður og sæll, Bjarni,

Mig langar að segja þér, að ég á barnabarn, sem er algerlega bundið í hjólastól og þarf aðstoð við allar daglegar þarfir. Hún hefur ekki getað farið til vinnu – þrjá morgna í viku – frá því í mars á þessu ári. Hún horfir og hlustar samvikusamlega á alla upplýsingafundi vegna veirunnar og hefur farið í einu og öllu eftir þeim fyrirmælum sem þar hafa verið sett fram.

Hún býr í íbúðakjarna fyrir fatlaða og hefur haldið sig alveg inni í sínu herbergi, fer ekki fram í sameiginlega rýmið og fjölskyldan hefur komið í mýflugumynd í garðdyrnar hjá henni.

Hún hefur á þessu tímabili farið einu sinni út – fór út á pósthús til að setja pakka í póst til kærastans síns, sem hún hefur ekki séð í fimm mánuði.

- Auglýsing -

Ég á dóttur sem er hjúkrunarfræðingur. Hún gengur til sinna daglegu starfa með gerðardóm á bakinu eins og allir hjúkrunarfræðingar. Þú veist kannski af þessum dómi. Hún hefur þetta ár farið til vinnu sinnar á sjúkrahúsinu og heim aftur. Eiginlega ekkert meira. Hún vill ekki fá smit og bera það til sjúklinga og samstarfsfólks.

Yngri dóttir hennar átti sjö ára afmæli fyrir þremur dögum. Þrjár uppáhaldsfrænkur komu með pakka til hennar, settu hann í stigann, veifuðu, brostu og sendu fingurkossa úr rúmlega tveggja metra fjarlægð.

Svona virðir fólk reglur sem ráðamenn setja.

- Auglýsing -

Ég þekki hjón, sem hafa haldið sig að mestu í sumarbústað allt árið, koma stöku sinnum heim til sín og hitta varla nokkurn mann. Þótt kærir vinir myndu hringja og biðja þau að koma á sölusýningu málverka, þar sem kannski tíkall af milljón rennur til fátækra, myndu þau aldrei láta sér detta í hug að ansa því. Þau myndu segja:

„Hittumst þegar veiran er farin.“

Allir sem ég þekki og eru í sambandi, gæta sín, leitast við að vera í sem minnstu sambandi við aðra, hitta alls ekki ókunnuga og fara helst ekki neitt.

Það er til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu heimsfaraldurs, sem heldur heimsbyggðinni í heljargreipum, ef það skyldi hafa farið fram hjá þér.

Þess vegna er hart að þurfa að hlusta á fréttir af Þórdísi Kolbrúnu, sem fór í spa og kvöldmat í þéttum hópi vinkvenna, af Víði sem var næstum með umferðarmiðstöð heima hjá sér, af Þorgerði Katrínu, sem laumaðist í golf og af ráðherrahjónunum – þér eiginkonu þinni – í partíi sem greinilega var ekki að ljúka þegar það var stöðvað.

Það er hart að heyra að það taki þig góðan stundarfjórðung að telja upp að tíu í sal þar sem eru hátt í fimmtíu manns.

Og það er hart að lesa frá þér afsökunarbeiðni þar sem þú biðst afsökunar – rétt eins og þú hafir óvart stigið á tærnar á mér í einhverri N1-sjoppunni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -