Laugardagur 14. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Bónus fagnar stríði við Prís en Björgvin áhyggjufullur: „Megum ekki fara neðar en kostnaðarverð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnendur Bónuss fóru um helgina til að skoða nýja lágvöruverðsverslun Prís sem þessa dagana er að hrista upp í markaðnum með því að bjóða lægsta verð á ýmsum vörum.  Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, lýsti yfir ánægju sinni með samkeppnina en sagði jafnframt að erfitt yrði að keppa við nniðurgreitt verð. Þarna kveður við nýjan tón þar sem Bónus hefur frá upphafi verið með lægsta verðið á markaðnum og enginn hefur getað skákað þeim þar. Hugmyndfæðin að baki Bónusverslununum var feðganna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóhannesar Jónssonar. Jón Ásgeir er aftur mættur til leiks en að þessu sinni í samkeppni við Bónus sem einn af þeim sem eru að baki Prís. Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, leiðir Prís í baráttunni.

Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss, ræddi um nýju verslunina við RÚV. Hann sagðí spennandi að fá Prís inn á matvörumarkað.

Bónus og Krónan fá samkeppni.

„Við vorum öll spennt að koma og sjá búðina, það er langt síðan maður hefur séð nýja verslun á markaðnum sem ætlar að fara alla leið með okkur,“ segir Björgvin sem efast þó um að samkeppnin muni lækka vöruverð að neinu marki.

Jón Ásgeir Jóhannesson Ljósmynd / Silja Magg

„Við sjáum augljóslega strax að það er borgað með nokkrum vörum en það er eitthvað sem við getum ekki sem markaðsráðandi á samkeppnismarkaði. Við megum ekki fara neðar en okkar kostnaðarverð,“ sagði Björgvin.

Framkvæmdastjórinn segir að það verði nokkuð margar vörur sem Bónus geti ekki elt í verði. Hann ætlar þó ekki að gefast upp.

„Við erum ekkert af baki dottin og munum bara herja á okkar samstarfsaðila og finna leiðir til þess að geta farið að keppa. Við erum bara að taka stöðuna núna og meta hvernig þetta kemur út og svo eftir það förum við að vinna í okkar málum,“ sagði Björgvin við Ríkisútvarpið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -