Bónus, Krónan og Nettó hafna afsláttarkortum fyrir neytendur: „Álagningin er í algeru lágmarki

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lágvöruverslanirnar Bónus, Krónan og Nettó hafna allar þeim möguleika að taka upp afsláttarkerfi fyrir viðskiptavini sína. Slík kerfi, til að mynda í formi svokallaðra Cash-back korta, eru orðin algeng á norðurlöndunum. Ástæðuna fyrir því að taka þau ekki upp hér segja búðirnar vera lága vöruálagningu nú þegar.

Neytendur eyða stórum hluta innkomu sinnar í matvöruverslunum. Að vera meðvitaður um verðlag verslana, þjónustu og áherslur þeirra er ákaflega mikilvægt. Að veita verslunum aðhald er einnig mjög mikilvægt.Verðlag er nokkuð sem skiptir neytendur miklu máli og geta sparast töluverðar upphæðir með því að fylgjast með verðlagi verslana og tilboðum. Annað sem sífellt fleiri líta til er það hvort verslanir séu umhverfisvænar og áherslur þeirra og markmið varðandi málefnið. Minnkun matarsóunar og minnkun á plastumbúðum er nokkuð sem er mikið í deiglunni. Þjónustan sem veitt er skiptir auðvitað miklu máli líka.

Mannlíf setti sig í samband við þrjár verslanir sem gefa sig út fyrir að vera lágvöruverðsverslanir, Krónuna, Bónus og Nettó. Grennslast var fyrir um nokkur atriði. Fyrir svörum sátu Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstýra Krónunar, Guðmundur Marteinsson framkvæmdarstjóri Bónus og Hallur Geir Heiðarsson rekstrarstjóri Samkaupa/Nettó.

Engin af verslununum hefur hug á að taka upp afsáttarkerfi fyrir viðskiptavini

Mannlíf: Stendur til, eða hefur verið til umræðu að taka upp svokölluð Cash-back kort sem eru að verða algengari í matvörubúðum, meðal annars á Norðurlöndunum. Kortin eru þess eðlis að viðskiptavinur safnar ákveðinni upphæð inn á kortið í hvert sinn sem hann verslar og getur svo borgað með því þegar hann kýs að gera það.

Krónan: Bjóðum ekki upp á punkta eða vildarkort heldur er einblínt á lágt verð fyrir viðskiptavini, alla daga.

Bónus: Viðskiptavinurinn fær afsláttin strax þar sem álagning Bónus er í algeru lágmarki.

Nettó: Við erum sífellt að þróa nýjar lausnir viðskiptavinum til hagsbóta. Síðustu ár höfum við boðið upp á nýjungar eins netverslun Nettó og einnig horfum við til þess sem kollegar okkar í nágrannalöndunum eru að gera.

 

Frábært framtak en þarfnast umbóta svo neytendur geti nýtt sér matvælin

Mannlíf: Hverjar eru reglurnar/viðmiðin hjá versluninni varðandi það hvenær matvæli eru sett á lækkað verð. Það vill brenna við að matvælin séu orðin ónýt, sérstaklega grænmeti og ávextir.

Krónan: Starfsmenn á gólfinu í verslunum okkar taka ákvörðun um hvenær lækka eigi vörur. Notað er sérstakt kerfi í handtölvum sem starfsmenn nota í ferlinu. Ónýtar matvörur eiga ekki að fara í sölu á lækkuðu verði, heldur eiga þær að fara í lífrænan gám.

Bónus: Frá upphafi hefur Bónus selt vörur með stuttan líftíma á afslætti til þess að bjarga verðmætum og minnka matarsóun. Varðandi ávexti og grænmeti þá er það útlit vörunar sem notað er sem mælikvarði á það hvenær henni er pakkað í afsláttarumbúðir. Sem dæmi má nefnaað Bónus seldi seldi tæplega 200.000 slíka poka í fyrra. Því miður er það oft þannig að gæðin halda áfram að minnka eftir að vörunni hefur verið pakkað.

Nettó: Verkefnið ,,minni sóun“ snýr að því að minnka matarsóun með því að bjóða viðskiptavinum okkar upp á lækkað verð á vörum sem nálgast síðasta söludag. Með þessu viljum við minnka kolefnisfótspor af starfsemi okkar. Viðmiðin eru þrepaskipt þannig að ef um ferskvöru er að ræða (t.d. kjöt eða fisk), gefum við 20 prósent afslátt þegar tveir dagar eru eftir af líftíma vörunnar, 30 prósent afslátt ef einn dagur er eftir og 50 prósent ef varan er á síðasta söludegi. Hvað aðrar vörur varðar er 20 prósent afsláttur gefinn þegar vara á mánuð eftir í líftíma, 30 prósent afsláttur þegar tvær vikur eru eftir og 50 prósent afsláttur þegar vika er eftir af líftíma vöru.

 

Bylting á matvörumarkaði, nýjungar í matarsóunarkerfi og gagnvirkar hillumerkingar

Mannlíf: Er verslunin með einhverjar nýjungar á leiðinni til hagsbóta fyrir neytendur ?

Krónan: Við vorum að ljúka við innleiðingu á sérmerkinga vara á verðhillumiðum. Viðskiptavinurinn getur með þessu ekki bara séð verðið á vörunni heldur fleiri upplýsingar sem hjálpa honum. Nú er hægt að sjá hvort varan er vegan, umhverfisvottuð, innihaldi ofnæmisvalda og svo framvegis. Að auki geta viðskiptavinir notað Krónuappið og skannað verðhillumiðann á hvaða vöru sem er og séð hvort hún henti mataræði þeirra.

Bónus: Varðandi nýjungar í matasóunarverkefni verslana okkar má geta þess að tekin voru upp svokölluð databar strikamerki á kjötvörur (allur ferskur kjúklingur) sem virkar þannig að daginn fyrir síðasta söludag kemur sjálfvirkur 30 prósent afsláttur á vöruna við kassann. Á síðasta söludegi kemur 50 prósent afsláttur. Þannig hjálpa neytendur okkur að takmarka rýrnun og minnka matarsóun. Nú þegar eru tveir ferskvörubirgjar komnir með okkur í verkefnið og fleiri koma á næstu mánuðum.

Nettó: Við munum á næstu vikum kynna nýjung í þjónustu okkar til viðskiptavina, sem verður bylting á matvörumarkaði.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -